mánudagur, ágúst 25, 2008 Ísskápurinn er troðfullur af mat sem er alltaf góð tilfinning jafn þótt ég viti innst inni að ég mun leita ítrekað í kókið og franskbrauðið og láta alla ferskvöru grotna niður, renna út og enda í ruslinu. Við fórum sem sagt í fjölskylduferð í lágvöruverðsverslun og er það svo gífurlega mikið umstang að við reynum að fara ekki oftar en einu sinnu sinni í mánuði. Við bætum það sem á vantar upp með daglegri viðkomu til hinna ástkæru nágranna okkar í Krambúðinni.
Anyway, þá keypti ég hráskinku til að gera einhverja voða fansí smábrauðasamloku með tómötum, ferskum Mozzarella osti og svörtum ólífum í ofni. Ég ætlaði að koma Hannesi á óvart því það er farið að koma fyrir að hann sé heima í hádeginu að stússast eitthvað í tölvunni. Ég útbjó smábrauðin listilega, dúkkaði borð í sólskálanum, hellti pilsner í krúsir og kveikti á kerti. Hann kippti sér svo sem ekkert mikið upp við þetta, skóflaði matnum í sig og rauk í vinnuna en ég var alveg heilluð af fína dögurðinum mínum og ætlaði svoleiðis að hygge mig og njóta hans. Ég kom þó ekki niður nema örfáum bitum því ég fór að hugsa um lýtalækningaþáttinn Dr. 90210 sem ég hafði séð kvöldið áður. Þar var Dr. Gary Alter sem sérhæfir sig í lýtaaðgerðum á kynfærum (genital plastic surgery) að stytta innri skapabarma konu einnar en þeir höfðu lafað niður meira en góðu hófu gegndi og valdið henni óþægindum. Sneiðarnar sem hann skar af og sýndar voru í nærmynd minntu nefninlega óþyrmilega mikið á hráskinku. Ég held ég haldi mig því bara við hversdagsmatinn á næstunni.
8/25/2008 03:21:00 f.h.
föstudagur, ágúst 22, 2008
Join the robotties!!
Quick recap: Loví and the nobodies (Loví systir) skoraði um daginn á Sexy pin-up girls and their robot lovers (Við Svaný systir) í lagakeppni. Sá sem yrði fyrstur að uploada lagi (yfir mínutu) á mæspeis ynni. Þetta var skemmtileg áskorun þar sem engin okkar hefur sérstaka tónlistarhæfileika og kunnum við hvorki á hljóðfæri né tónlistarforrit. Þegar við Svaný fréttum í gærkvöldi að eitthvað væri að gerjast í herbúðum Loví and the nobodies náðum við að krafsa okkur fram úr Garage Band forritinu og snara þessu lagi út á 3 tímum. Við vorum í sambandi við Loví á MSN á meðan og kláruðum við lögin á svipuðum tíma en lentum í vandræðum með að uploada þeim. Okkar er komið en ekki Lovísu. Það getur tekið sólarhring fyrir lög að birtast á mæspeis þannig að við sömdum um jafntefli. Ég þakka drengilega keppni og þakka Loví fyrir að hvetja mig út í að semja mitt fyrsta lag 31 árs að aldri.
8/22/2008 01:05:00 e.h.
miðvikudagur, ágúst 20, 2008
Nú er maður orðinn svo ruglaður í social síðunum sínum að manni finnst ekki duga lengur að setja bara inn á einn stað það sem maður er að monta sig af að hafa fundið og vill deila með öðrum þeim til yndisauka. Var sem sagt að setja þetta vídeó á feisbúkk og skelli því hér inn líka.
Langbest að husta bara án þess að horfa á vídeóið.
Ég heyrði þetta fyrst í einum útvarpsþætti dr. Demento sem ég fór að hlusta á kl 5 að morgni þegar ég var í vinnunni að rembast við að skila skýrslu á réttum tíma. Veggirnir í vinnunni eru þunnir og það býr fjölskylda á efri hæðinni. Þar sem ég var með headfónes hefur einmana hlátur minn eflaust glumið um allt og gert þau forviða.
Ég hef nú ekki oft lent í því í gegnum tíðina að finnast ég vera vitlaust klædd í samkvæmum en á föstudaginn lenti ég óvart í því að mæta í 80's fötum í 70's þemapartý og það var soldið óþægilegt. Mér var boðið í gegnum vinnuna en ég hef lítið verið þar að undanförnu og vissi ekki fyrr en ég kom á svæðið að þetta væri þemapartý (boðskortin komu víst upprúlluð í TAB flöskum). Ég var bara í venjulegum partýklæðnaði og það vildi svo til að þau voru í þetta sinn einhverjir voðalegir neon new rave eighties larfar. Annars kippti sér svo sem enginn upp við það en ég elska þemapartý og hefði gjarnan viljað taka meiri þátt. Til allrar hamingju var ég með John Waters Pink Flamingo's hálsmen en sú mynd kom víst út árið 1972.
Skjár einn var sem sagt að kynna haustdagskrána og gerði það með stórglæsibrag. Karlkyns starfsmenn höfðu allir keppst við að safna mottum og skörtuðu þeim við útvíð jakkaföt og fráhnepptar skyrtur. Þeir voru algjörlega að gera sig. Súpersexí. Píurnar voru svo í pinnahælum og diskókjólum með uppbretta hárenda. Við fórum í rútu inn á gamla varnarliðssvæðið en þangað hafði ég aldrei komið áður. Það var Saga Class þjónusta um borð í rútunni, gengið um og fyllt á drykki. Við fórum inn í glæsilegan bíósal með ljósaperuskreyttum auglýsingaskiltum sem auglýstu þætti haustsins, fengum brakandi bíópopp og kók í gleri og horfðum á kynninguna. Síðan var okkur ekið í sexý 70's skreyttan klúbb með vintage plaggötum, blikkandi diskódansgólfi, speglakúlum, ljósum, Manhattan kokkteilum og Budweiser. Hér er ég ekki að tala um neina cheesy sviðsmynd, þetta var eins ekta og hægt er að hafa það. Ég var alveg í skýjunum og fór svo í hæstu hæðir þegar bornar voru fram plastkörfur með suddalega góðum hamborgurum, kjúklingaleggjum og laukhringjum. Eftir matinn kynnti Jónsi "í svörtum fötum" nýjan söngtextaþátt með hjálp Dadda diskó og fleiri og svo léku Buff fyrir dansi, 70's lög að sjálfsögðu. Í rútunni á leið í bæinn mátti svo finna svona goodie bags fyrir alla með vatni, snakki, Ópal, andlitshreinsiþurrkum og alka seltzer. Þetta var fullkomin fullkomnun. Fullkomnasta partý sem ég hef lent í. Vildi bara að ég hefði getað haft einhverja kunningja með mér. Ég þekkti svo til engann þarna og fannst auglýsingabransafólkið vera svolítið harðnað eftir að hafa verið boðið í allskonar kynningarhúllumæ. Það var eins og það kynni ekki að meta þetta til fulls. Var eitthvað að kvarta yfir því að borgararnir hafi ekki verið nógu heitir og eitthvað rugl. Sjiiii. Ég er alla vega búin að ákveða að velja mér framvegis störf sem fela í sér mestu fríðindin og partýboðun. Þetta er lífið maður!
8/19/2008 12:45:00 f.h.
föstudagur, ágúst 15, 2008
Það kom frétt í blaðinu en þau halda sig enn við endurgreiðslu. Icelandair getur þá selt sætin aftur á hoppgjaldi eða eitthvað og sloppið við frekara vesen. Mér finnst að þau eða skipuleggjendur á Rás 2 hefðu a.m.k átt að reyna að hafa samband beint við forsvarsmenn hátíðarinnar, útskýra málið og gá hvort það væri virkilega ekki hægt að fá miðunum skipt í helgarpassa.
8/15/2008 03:36:00 e.h.
fimmtudagur, ágúst 14, 2008
Eins afbrýðisöm og ég var út í Svaný systur fyrir að vera á leið á Reading þá hefði ég nú aldrei óskað henni þess sem hún og vinir hennar eru að lenda í núna: > ---------------------------- Original Message ---------------------------- > Subject: Breyting á Reading Festivalinu Áríðandi > From: E-mail box Út í heim > Date: Tue, August 12, 2008 1:47 pm > -------------------------------------------------------------------------- > > Ágætu farþegar, > > Okkur þykir mjög leitt að tilkynna ykkur að við vorum að fá tilkynningu > frá samstarfsaðila okkar í Bretlandi að af óviðráðanlegum ástæðum getum > ekki fengið 3 daga tónleikapassa á Reading Festivalið eins og um var > talað. Við getum eingöngu fengið 2 daga tónleikapassa sem gilda á svæðið > á laugardag og sunnudag á umsömdu verði, passinn gildir ekki föstudaginn > 22.ágúst. > > Við getum boðið ykkur að endurgreiða ykkur ferðina að fullu eða að fljúga > ekki út fyrr en á föstudaginn, hvort sem þið viljið heldur, og að > sjálfsögðu getið þið flogið út eins og gert var ráð fyrir á fimmtudaginn > 21.ágúst. > > Vinsamlega staðfestið við okkur með að senda okkur línu að þið hafið > móttekið þessi skilaboð og ef þið viljið hætta við eða breyta fluginu > ykkar þá er því fyrr því betra. > > Með bestu kveðju, > > Sölustjórn Icelandair
Þvílíkt klúður!!!! Í pakkaferðinni átti að vera: flug og 3 daga helgarpassi á hátíðina (tjaldstæði innifalið) og fararstjóri (Matti í Popplandi Rásar 2). Nú í gær, með viku fyrirvara fékk hópurinn að vita að vegna mistaka Icelandair gætu þau ekki fengið aðgang að hátíðinni á föstudeginum (sem er mjög stór tónleikadagur - Rage Against the Machine ofl). Í stað þess að fá flug út á fimmtudegi og 3 daga passa með tjaldstæði yfir helgina sitja þau uppi með tvo dagspassa á laugardag og sunnudag en dagspössum fylgja ekki tjaldstæði svo þau bæði missa af fyrsta deginum og eru algjörlega án gistingar. Icelandair er ekki tilbúið til þess að gera neitt nema endurgreiða ferðina. Þetta er afar súrt í broti með svona stuttum fyrirvara. Fólk er eðlilega búið að hlakka mikið til, skipuleggja ferðina og fá frí úr vinnu.
Það er formlega uppselt á hátíðina en sagan segir að hægt sé að redda miðum á tvöföldu verði þannig að hópurinn gæti sjálfur reynt að kaupa flug með Iceland Express og redda sér pössum annars staðar en hvers vegna ættu ferðalangarnir að þurfa að punga út fyrir mun dýrari ferð með auknu umstangi vegna mistaka Icelandair. Icelandair ætti að sjá sóma sinn í því að redda málunum. Eina ástæða þess að fólk kaupir sér pakkaferðir yfir höfuð er að losna við vesen og vera 100% öruggt um að allt gangi upp.
Ég sendi tilkynningu um þetta til fjölmiðla nú í nótt. Vonandi sjá þeir fréttaefnið í þessu og þvinga Icelandair til að reyna að bjarga andlitinu og koma betur til móts við hópinn í kjölfarið.
Ussumfuss. Þeir hefðu aldrei hegðað sé svona væri þetta hópur miðeldringa á leið á Jose Carreras tribute tónleikahátíð eða eitthvað.
8/14/2008 04:25:00 f.h.
miðvikudagur, ágúst 13, 2008 Skohhh, þá er ég loksins komin í hljónnnst! Nafnið komið og mæspeis síðan. Engin lög þó en það er hugurinn sem skiptir máli og ég er ekki frá því að mér finnist ég vera aðeins meira kúl í dag en í gær.
8/13/2008 01:44:00 f.h.
laugardagur, ágúst 09, 2008 Erum komin aftur eftir vikulangt hjólhýsaferðalag með viðkomu á Hvammstanga, Mývatni og Akureyri. Drengirnir skemmtu sér stórvel og vildu ekkert fara aftur heim. Ég gríp hér niður í samtal sem ég átti við 3 1/2 árs soninn þegar við vorum að búast til heimferðar.
Mamma: Það er nú alveg gaman í Reykjavík líka. Til dæmis á laugardaginn verður svona hátíð og skrúðganga. Hommar og lesbíur eru með hátíð. ....Veistu hvað hommar eru?
Baldur: Nei
Mamma: Sko venjulega eru menn skotnir í konum og vilja kannski giftast þeim og eignast börn. En sumir menn verða skotnir í öðrum mönnum og vilja giftast þeim og þá eru þeir hommar. Og ef konur vilja giftast konum eru þær lesbíur. Baldur: (setur upp einbeittan hugsunarsvip) Eru þetta vondir menn?
Mamma: NEI nei nei!!! Alls ekki. Þeir eru meira að segja oftast voðalega hressir og skemmtilegir. Eins og til dæmis Páll Óskar. Hann er hommi.
Mamma: (Farin að gera sér grein fyrir göllum útskýringar sinnar) Öhhh já nei það held ég ekki, hann getur það hvort sem er ekki því pabbi er búinn að giftast mér.
Baldur: ...ertu búin að segja Páli Óskari það?
Mamma: Heyrðu, nei. Ég verð að muna eftir því að segja honum það næst þegar ég sé hann.
Þannig að Páll Óskar, ef þú ert að lesa þetta þá veistu það hér með: Hannes Þór Baldursson er off limits. Hann er kominn af markaðnum. Ókei!?
8/09/2008 11:21:00 f.h.