online
Jafnvel hinn minnsti froskur er mikill í sínum eigin forapolli

 



Ég um mig frá mér

Synir mínir

baby
baby development
Eiginmaður

Fésbók

Mæspeis

Nostalgía

Sexy pin-up girls and their robot lovers

Gamlar ritgerðir

Kennsluréttindi

Kunningjabloggarar
Sbs
Elín - LYKILORÐ
Bogi
Íris
Tinna
Syneta
Unnur
Illfygli
Barbietec
Frú Jóhanna
Skrudduhugs
Skrattakornið
Bryndís RuthDeeza's Diner
Þrítug og þreytt húsmóðir
Egill

Ókunnugir bloggarar
Dr. Gunni
Magga og hausinn
Konan sem kyndir ofninn sinn

Blogglausar síður
RetroCrush
Archie Mcphee

 


Eldra efni
október 2002 nóvember 2002 desember 2002 janúar 2003 febrúar 2003 mars 2003 apríl 2003 maí 2003 júní 2003 júlí 2003 ágúst 2003 september 2003 október 2003 nóvember 2003 desember 2003 janúar 2004 febrúar 2004 mars 2004 apríl 2004 maí 2004 júní 2004 júlí 2004 ágúst 2004 september 2004 október 2004 nóvember 2004 desember 2004 janúar 2005 febrúar 2005 mars 2005 apríl 2005 maí 2005 júní 2005 júlí 2005 ágúst 2005 september 2005 október 2005 nóvember 2005 desember 2005 janúar 2006 febrúar 2006 mars 2006 apríl 2006 maí 2006 júní 2006 júlí 2006 ágúst 2006 september 2006 október 2006 nóvember 2006 desember 2006 janúar 2007 febrúar 2007 mars 2007 apríl 2007 maí 2007 júní 2007 júlí 2007 ágúst 2007 september 2007 október 2007 nóvember 2007 desember 2007 janúar 2008 febrúar 2008 mars 2008 apríl 2008 maí 2008 júní 2008 júlí 2008 ágúst 2008 september 2008 október 2008 nóvember 2008 febrúar 2009 maí 2009


Bedda

Berglind Björk Halldórsdóttir Bedda's Facebook profile
 
þriðjudagur, nóvember 29, 2005  

TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ KÆRI BRÓÐIR!!!!!

...hann heitir reyndar Gunnar Már but what the hey



11/29/2005 10:41:00 e.h.

 
Maður er eitthað að reyna að pakka og svona en það gengur frekar illa þar sem barnið sármóðgast ef maður leggur það frá sér. Hannes er að hamast í húsinu og þótt það verði ekki allt tilbúið þegar við flytjum ætti að vera hægt að halda þar jól. Ég er líka að reyna að jólast eitthvað. Það tekur því ekki að skreyta gamla húsið og það er ekki hægt að skreyta nýja enn þá en ég er búin að föndra aðventukrans og baka afskaplega ófrítt konfekt sem bráðnar um leið og maður kemur við það. Svo keypti ég þessar stórkostlegu servíettur í Blómaval sem ég legg kannski ekki alveg í að hafa með hamborgarahryggnum en stóðst ekki mátið:




11/29/2005 04:59:00 f.h.

miðvikudagur, nóvember 23, 2005  
Fjölskyldumyndir:

moi
eiginmaður
og sonur



11/23/2005 11:38:00 e.h.

 


I'm too old to Rock'n'Roll but too young to die. Ég var svo yfir mig spennt að sjá Hvítu strípurnar í Höllinni að ég náði ekkert að skemmta mér þegar á hólminn var komið. Ég vissi ekki alveg hvað ég átti af mér að gera. Tróð mér fyrst framarlega en þar var svo mikið af börnum að ég kunni ekki við að vera að traðka á þeim. Síðan hélt ég mig á hliðarlínunni en þar er kalt og fólk svo meðvitað um sjálft sig að það stendur steinrunnið. Það vantaði náttúrulega sárlega bjór og svo fannst mér sándið eitthvað skrítið fyrst en þegar ég hafði jafnað mig á öllu þessu gat ég notið seinni hlutans þótt sárfætt væri. Ég hefði kannski átt að kaupa í sæti stúku. Ekki vera að þessu puði alltaf hreint. Þetta er eilífðar togstreita.

Í fréttum er það helst að ég ætti að vera farin að pakka niður þar sem við ætlum að flytja fyrir jól en ég vaki þess í stað fram á nætur og mauka barnamat. Ég fór nefninlega á fyrirlestur um hollt mataræði fyrir ungbörn í heilsubúð um daginn og fékk algjört ofsóknarbrjálæði í kjölfarið. Vissuð þið að allar almennar neysluvörur í stórmörkuðunum eru baneitraðar og skilja eftir sig leifar af sýklalyfjum, skordýraeitri, rotvarnarefnum og öðru drasli í líkamanum sem valda ofnæmi og krabbameini. Gulrætur eru sérstaklega slæmar þar sem þær sjúga svo auðveldlega í sig öll eiturefnin úr jarðveginum. Þess vegna er lífsnauðsynlegt að kaupa rándýrt hipparæktað lífrænt grænmeti til þess að friða samviskuna og tvöfalda matarkostnað heimilisins. Samt er það ekki nóg. Fyrirlesarinn sem hóf fyrirlesturinn á að segja að hún væri á móti öllum öfgum fór fljótlega að tala um það að maður ætti ekki að nota matvinnsluvél til að mauka grænmetið þar sem það minnkaði svo lífsorkuna í því....!!!! Frekar á að merja það hægt í gegnum sigti. Hér dreg ég mörkin. Ef grænmeti hefur lífsorku þá hef ég enga löngun til þess að murka hægt úr því lífið. Þá er skömminni skárra að ljúka þessu fljótt af. Svo á ég líka svo fína matvinnsluvél. Reyndar fannst mér hipparnir þarna á fyrirlestrinum vera hálf tuskulegir svo ég ætla að reyna að stilla hollustunni í hóf.

Hollustufanatíkin takmarkast þó að mestu leyti við barnið því við foreldrarnir höldum uppteknum hætti. Ég fór t.d. í bílalúguna á Kentucky sama kvöld og fyrirlesturinn var og verð að koma með smá neytendaviðvörun. Nú...fyrir það fyrsta þá er hljómburðurinn í pöntunarkassanum afar slæmur og því best að hafa pöntunina sem einfaldasta hefði ég haldið. Það er skilti hjá lúgunni með lýsandi myndum af "tilboðs"réttunum. Þeir eru merktir með heiti og númeri sem hentugt er að panta eftir. Ég valdi mér t.d. fjölskyldutilboð þótt ég þyrfti færri bita en það kvað á um af því að ég vildi ekki lenda í neinu veseni. Í því er innifalið slatti af kjúklingabitum, gos, salat og sósa. Það var mynd af þessu öllu saman á skiltinu. Nú kemur að mér og ég panta eftir númeri. Ekki heyrði afgreiðslustúlkan hvað ég sagði svo ég notaði heitið og bað um fjölskyldutilboðið. Þá spyr hún mig eins og þruma úr heiðskíru lofti hvort ég vilji kokteilsósu, kjúklingasósu eða bæði. Þar sem það var mynd af brúnni sósu í dollu á myndinni hélt ég að hún hlyti að vera að bjóða mér aukasósutegundir gegn borgun. Aðspurð sagði hún að sósan fylgdi með og ég bað hana þá að endurtaka valmöguleikana: "Kokteilsósa, kjúklingasósa eða sambland" sagði hún þá. "Sambland" sagði ég til þess að fá sem mest út úr þessu og þá svaraði hún "já kokteil?" "Já" segi ég og hélt að sjálfsögðu að hún meinti kokteil af sósunum tveimur. Þegar heim var komið sá ég hins vegar mér til skelfingar að það voru fjórar dollur af kokteilsósu í pokanum og ENGIN kjúklingasósa!!! Mig langaði ekki einu sinni í fokkíngs kokteilsósu! Það var mynd af kjúklingasósu á skiltinu og það var það sem ég vildi og pantaði. Af hverju þurfti afgreiðslustúlkan að flækja hlutina og pretta mig? Því segi ég varúð kæru vinir og í guðanna bænum farið að öllu með gát þegar þið pantið í bílalúgu.



11/23/2005 02:39:00 f.h.

föstudagur, nóvember 18, 2005  


Ég er frábær móðir... Í morgun var ég að reyna að fá frið til þess að lesa blaðið með því að stinga brotnum cheerios hringjum blindandi upp í barnið með vissu millibili. Þetta gekk ljómandi vel í dágóða stund en allt í einu gekk eitthvað erfiðlega að koma einu brotinu fyrir svo ég leit upp frá blaðinu...og sá að ég hafði troðið því upp í nösina á barninu!!! Ég þurfti að nota tannstöngul til að ná því út.



11/18/2005 09:20:00 e.h.

miðvikudagur, nóvember 16, 2005  


Já nei nei. Fokk this. Ég er hætt í kókbindindi. Það entist í viku. Það lengsta hingað til. Venjulega fæ ég svo mikinn hausverk að ég byrja aftur innan sólarhrings en nú passaði ég mig að drekka nóg kaffi þannig að ég slapp við það. Ég fékk samt í mallann af kaffinu og svo varð ég kaffiandfúl eins og handavinnukennarinn minn í grunnskóla og svona þannig að það var ekki svo sniðugt. Reyndi líka að drekka vatn og minnka nammið en þetta gerði tilveruna svo gráa og leiðngjarna og allan mat svo óspennandi að ég meikaði ekki meir svona í skammdeginu. Svo var ég alltaf svo sybbin. Ákvað að gera tilraun í gær og fara að sofa um leið og barnið og leggja mig með honum um daginn. Þetta gerði samtals 15 tíma svefn á sólarhring og hann vaknaði alltaf á undan mér! Þetta gengur ekki. Nú er bara að sturta í sig sykri og koffíni og koma hlutum í verk. Nú ætla ég t.d. að fara niður og ná mér í kókglas...

...og viti menn. Það eru komnar nýjar myndir á barnalandssíðuna:



Barnið hefur það fínt en ég veit ekki hvort ég get sagt það sama um hana Hnetu gömlu, fjölskylduhundinn okkar. Þar sem margir lesendur bloggsins muna eftir henni frá fornri tíð kann ég ekki við annað en að færa þessi tíðindi á netið: Hún Hneta fór í legnámsaðgerð um daginn. Hún var búin að vera eitthvað slöpp svo mamma kíkti með hana til Dagfinns Dýralæknis sem sagði að ef hún ekki færi í uppskurð myndi hún deyja innan örfárra daga. Pabbi hefði svo sem verið sáttur við það en við hin skutum saman í sjóð og björguðum lífi hennar (enda var ég búin að láta systkini mín lofa að fá sér loppufarstattú á rassinn þegar hún væri öll). Hún er með svona geimfarakraga og búin að léttast mikið en er orðin hress og alveg jafn óþolandi og hún var. Hún Kókoshneta Doppa Nerósdóttir ætti því að geta verið á meðal vor í a.m.k. 2-3 ár í viðbót.

Fleira er ekki í fréttum nema hvað að var nýbúin að svæfa barnið og sest með popp og kók til að horfa á dópheimildarmyndina á RÚV þegar síminn fór að hringja off the hook því fólk hafði verið að sjá Hannes og húsið okkar í Innlit Útlit. Barnið vaknaði og ég missti af bróðurparti myndarinnar en já við vorum sem sagt í Innlit Útlit. Loftnetið er enn þá bilað svo við sáum ekki þáttinn en hann verður örugglega á netinu innan skamms. En er nokkuð varið í þetta fyrst Vala Matt er hætt? Svo er ég líka í fýlu því þau vildu ekkert hafa mig og barnið með í viðtalinu. "nei það er bara einn í viðtali sko..." Yeah right, viðvaningar. Hún skoðaði ekki einu sinni húsið áður en hún tók viðtalið. Ég hefði getað tekið betra viðtal með bundið fyrir munninn. En anyway, húsið er komið aftur á sölu því gaurinn stóð ekki við afborganirnar. Það er búið að hækka through the roof og ég þori ekki einu sinni að segja hversu mikið er sett á það. Fasteignasalarnir hringdu í Innlit Útlit og eitt leiddi af öðru. Við ætlum svo að reyna að flytja í nýja húsið fyrir jól þótt mig gruni að það verði eitthvað um sag í sósunni.



11/16/2005 01:27:00 f.h.

mánudagur, nóvember 14, 2005  


Ó já, ó já, ó já svo sannarlega var Hostel eins góð og ég vonaði. Jibbíkajeiii hvað var gaman. Mér hefði örugglega þótt enn þá skemmtilegra hefði ég verið strákur þar sem það var næstum því jafn mikið af brjóstum í myndinni og blóði. Mér þótti að vísu súrt í broti að hafa ekki komist á fínu og flottu sýninguna í gær sökum miskilnings (lesist svika, pretta og of margra boðsmiða) hjá aðstandendum hátíðarinnar en ég náði alla vega að sjá gripinn sem verður ekki frumsýndur fyrr en á næsta ári. Stelpan sem sat við hliðina á mér (fullur salur, þurfti að pota mér fremst við hlið ókunnugra) lét sig síga niður í sætið og hafði trefil fyrir augunum allan seinni hlutann (sýningarmenn fá hrós fyrir að sleppa hléinu by the way). Ég heyrði hins vegar inniflyn í mér skríkja af gleði yfir viðbjóðnum. Að öllu jöfnu hefur dálæti mitt á hryllingsmyndum dofnað mjög eftir barnsburðinn vegna nýtilkominnar virðingar fyrir mannslífum en það truflaði mig ekki núna því þetta var bara ískrandi meistaraverk.



Ég var búin að fara á tvær aðrar myndir á undan henni: rokkheimildarmyndina Dig um Dandy Warhols og Brian Jonestown Massacre sem var fín og Aristocrats, heimildarmynd um dónalegasta brandara í heimi sem mér fannst allt of dónalegur og ekkert fyndinn. I didn't get it. Bob Saget úr Americas Funniest Home Videos var að vísu öllum að óvörum mjög fyndinn og lang dónalegastur. Svo gaf ég frá mér passann því það var allt of mikið púsluspil og vesen að redda pössun fyrir egósentrískt bíógláp. Ég ætla bara að treysta á Laugarásvídeó í framtíðinni.

Nú er hátíðin búin og þá eru það næstu mál á dagskrá í nóvember: magadans, ungbarnasundnámskeið, námskeið um hollt mataræði barna, White Stripes tónleikar, tvö fjölskylduafmæli og föndur jólagjafa. Ekkert af þessu er líklegt til bloggs nema ef til vill tónleikarnir svo ég tékka mig aftur inn eftir viku. Góðar stundir.



11/14/2005 12:36:00 f.h.

þriðjudagur, nóvember 08, 2005  


Best að blogga. The show must go on. Drengurinn sem nú er orðinn hálfs árs by the way hefur undanfarið verið með tómt vesen á kvöldin og auk þess tekið upp á því að vakna kl. 4 á nóttunni og neita að sofna aftur. Ég hef því verið frekar ónýt til bloggs upp á síðkastið en það horfir allt til betri vegar. Svo hef ég verið að reyna að sækja kvikmyndahátíðina en það er hægara sagt en gert að skipuleggja slíkt með barn á bakinu. Á kvikmyndahátíðinni í vor var ég með barnið í maganum sem var ljómandi fínt fyrirkomulag. Nú þarf hins vegar að redda pössun og níðast á góðmennsku ættingja sem manni finnst svolítið skömmustulegt svona þegar maður er ekki að skreppa frá til þess að fara til læknis eða bjarga heiminum. Bara að skreppa í bíó.

En þvílíkt bíó! Jibbíhúrra!! Er búin að fara á fjórar heimildarmyndir núna. Ein var um rokkskóla (góð!), önnur um mann sem elskaði skógarbirni en var svo étinn af einum slíkum (stórkostleg!), sú þriðja um aðdáendur Hringadróttinssögu (leiðinleg)og sú fjórða um ruðningsbolta fatlaðra (la,la). Skógarbjarnamyndin (Grizzly man) var dásamleg og fær mín æðstu meðmæli. Blessaður maðurinn. Hann sækir enn á huga minn. Kexruglaður. Leit út og hagaði sér eins og Carson í Queer Eye for the Straight Guy að reyna að vera Steve Irwin. Hann sneri endanlega baki við mannheimum þegar Woody Harrelson hafði af honum hlutverkið í Staupasteini og eyddi meira en áratug í náttúrunni með björnum í Alaska. Honum fannst hann vera að vernda þá en þar sem þeir voru á verndarsvæði var ekkert til þess að vernda þá fyrir. Hann var alltaf með vídeómyndavélina á sér og samanstendur myndin að miklu leiti af ómetanlegum myndskeiðum sem hann tók af sjálfum sér og björnunum vinum hans. Vináttan reyndist því miður vera einhliða og því fór sem fór. Hér má sjá sýnishorn úr myndinni.

Einnig mæli ég með ástralskri hryllingsmynd frá 2003 sem faðir minn keypti öllum að óvörum í utanlandsferð og við systkinin horfðum á á vídeókvöldi um daginn. Hún heitir Undead og er fyndin og hressandi blanda af uppvakningum og geimverum með óvæntri flækju. Ef hún fæst hér yfir höfuð þá væri það helst á Laugarásvídeó.

Það er sem sagt aðeins kvikmyndablogg að þessu sinni. Man ekki eftir öðru í svipinn. Það eru meira að segja ekki nýjar myndir heldur ný vídeóbrot á síðunni hans Baldurs Rökkva núna. Þar má m.a. finna brot frá æfingu trúartónlistarhópsins ef einhver er forvitinn. Sæl að sinni



11/08/2005 12:55:00 f.h.

 
This page is powered by Blogger.