miðvikudagur, október 31, 2007
Those that can - do. Those that can't - teach. Nokkuð til í þessu þar sem ég er nú á þröskuldi þess að fá enskukennsluréttindi þótt ég hafi aldrei dvalið í enskumælandi landi lengur en þrjár vikur. Var að ljúka æfingakennslunni með glimrandi glans og hafði Hrekkjavökuþema með skreytingum, myndbrotum, fyrirlestri, draugasögugerð og graskersútskurði. Splæsti í nokkra bad boyja í Hagkaup og graskersútskurðargræjur á E-bay (Treysti mér ekki til að bera ábyrgð á hóp af 16 ára krökkum með eldhúsnífa) og hér er útkoman:
Montimontimont
10/31/2007 11:55:00 e.h.
þriðjudagur, október 30, 2007
Hvað sem nostalgíu, húmor og prentfrelsi líður þá æ nei, EKKI gefa strákunum mínum Negrastrákana í jólagjöf. Varð algjörlega sannfærð þegar ég las þetta. Já og ekki vera að gefa mér Biblíuna heldur. Og svo þýðir því miður ekkert að gefa Hannesi Hvernig á að gera konuna sína hamingjusama. Hann er lesblindur.
10/30/2007 11:21:00 e.h.
fimmtudagur, október 25, 2007
FALLIN
Who am I kidding. Kókbindindið sprakk á kúkadaginn mikla og ég er búin að sofa yfir mig í tvo Rope Yoga tíma af þremur. Er farin að renna hýru auga til vínskápsins. Wont be long now.
10/25/2007 10:21:00 e.h.
þriðjudagur, október 23, 2007
Ef Elín mágkona hefði ekki látið mig vita hefði ég aldrei tekið eftir því að ég var forsíðustúlka Blaðsins (24 stunda) í dag.
10/23/2007 11:51:00 e.h.
laugardagur, október 20, 2007
Sér grefur gröf...
Hvernig er helgin hjá ykkur so far? Afslappandi? Ég ætla að deila með ykkur hvernig dagurinn var hjá mér. Ég var frekar sybbin í morgun þar sem ég hafði vaknað á 40 mínútna fresti alla nóttina til þess að sinna Halldóri sem er að fá þrjár tennur í einu greyið. Fyrir hádegi reyndi ég að skafa mestu drulluna og cheeriosið af gólfinu, tók til og þreif á fullu á náttsloppnum á meðan drengirnir horfðu á barnaefnið. Síðan ætlaði ég að gefa þeim hádegismat og leggja mig með þeim. Baldur heimtaði egg svo ég byrjaði að gera þessa fínu omelettu. Þriðja eggið splundraðist af sjálfu sér og gaf frá sér þessa líka ólýsanlega viðbjóðslegu ýldufýlu svo ég þurfti að henda öllu, fara út með ruslið og skrúbba pönnuna. Fýlan lá enn yfir eldhúsinu og ég var búin að missa alla lyst en Baldur var enn þá æstur í egg svo ég byrjaði upp á nýtt. Þegar fína ommellettan var komin á borðið harðneitaði Baldur að borða og vildi bara djús (reyndar vildi hann popp og tyggjó en fékk það ekki). Ég gat ekki hugsað mér að smakka eggin svo ég smurði mér samloku á meðan Halldór var að ókyrrast. Ókyrrðin breyttist fljótt í hávær org sem runnu saman við nöldrið í Baldri yfir því að fá ekki popp svo það var enginn friður til þess að klára samlokuna. Ég ákvað að drífa þá upp í hjónarúm svo við gætum öll sofnað saman sem við og gerðum að ég hélt. 20 mínútum seinna verð ég vör við það að Baldur er kominn fram úr og er eitthvað að sniglast. Svo pikkar hann varfærnislega í mig og segist vera búin að kúka. Ég mundi mér til skelfingar að hann hafði verið bleyjulaus (er í koppaþjálfun) og minn versti grunur var staðfestur þegar ég leit á hann. Hann var allur smurður út í kúk, auk þess sem það var kúkaklessa á gólfinu og litlar slettur í slóð niður stigann og að koppnum (sem var að sjálfsögðu tómur). Það var ekki um annað að gera en að ráðast í verkið, kúkurinn var harðnaður á honum þannig að það þurfti olíu og mikinn hamagang að þrífa hann fyrst aumingja drenginn sem var eldrauður á rassinum í þokkabót. Síðan leitaði ég uppi kúk út um allt hús á meðan Halldór sem hafði vaknað við þetta allt saman saman háorgaði. Mér leið frekar ógeðslega eftir þetta svo ég lét renna í bað fyrir okkur. Baldur virðist vera orðinn vatnshræddur og harðneitaði að fara ofan í (hann hefur ekki farið í bað í tvo mánuði - ég þvæ hann með þvottapoka og ætla að reyna að plata hann í sund á morgun) svo ég leyfði honum bara að fara að leika sér og fór bara með í bað með Halldóri. Ekki leið á löngu þar til Baldur öskraði á mig að hann þyrfti að kúka aftur svo ég þurfti að fara upp úr með Halldór vælandi og setja á hann bleyju. Síðan fórum við aftur ofan í en á meðan ég þvoði á mér hárið rann Baldur og datt á baðherbergisflísunum, fór að háorga og hræddi líftóruna úr Halldóri. Ég held að ég hætti hér. Þetta gefur ágæta mynd af deginum. Hvar var maðurinn minn spyrjið þið? Nú, hann var í tælenskri heilsulind á Álftanesinu í nuddi og gufu að jafna sig eftir skemmtilega nótt á Airwaves en ekki hvað?
10/20/2007 11:43:00 e.h.
fimmtudagur, október 18, 2007
Ég verð að viðurkenna að ég hef hálfpartinn verið að sigla undir fölsku flaggi síðan ég tók mér gælunafnið Bedda fyrir c.a tveimur áratugum. Þá var ég 10 ára og langaði afskaplega mikið til þess að verða alveg eins og stóra frænka. Sú er hin upprunalega Bedda og er fertug í dag. Til hamingju elsku Bedda (ég man enn þegar þú komst heim í leigubíl til ömmu með aðstoðartrommarann í Whitesnake. Nice one! Algjör klassík)
PS: Ef einhverjum í þessari myndasýningu er illa við að vera hér á netinu endilega látið vita. Ég ætla heldur ekki að hafa þetta lengi hér inni, bara í tilefni dagsins og til þess að monta mig af hvað ég er góð í slideshowagerð ;-)
10/18/2007 11:54:00 e.h.
miðvikudagur, október 17, 2007
Ég sé!!! ekki alveg eins vel og með gleraugum en pretty damn close. Það eru fimm dagar liðnir frá leiser aðgerðinni og sé allt skýrt en verð stundum þreytt og sé hringi í kringum ljós. Ég er freeeekar illa útlítandi þar sem ég má ekki nota maskara í viku og er auk þess marin inni í augunum, rauð og gul en hef ekki orðið var við mikla fordóma þess vegna. Þrátt fyrir útlitið er ég er mun ástríkari og alltaf kyssandi og knúsandi alla þar sem gleraugun eru ekkert að þvælast fyrir mér, kremjast hvorki né löðrast út í húðfitu. Þau hafa greinilega verið ástæða snertifælninnar sem allir voru alltaf að ásaka mig um að vera haldna en alla vega, batnandi manni er best að lifa. Og svo er ég byrjuð í Rope Yoga.
10/17/2007 04:29:00 f.h.
þriðjudagur, október 09, 2007
Bíddu eruð þið ekki að fokkíngs djóka með þessa friðarsúlu!? Í fréttunum var talað um að það ætti að kveikja á henni í fyrsta sinn annað kvöld en þegar við vorum á heimleið úr matarboði í gær sáum við þennan ógnar ljósgeisla gnæfa yfir borginni. Þarna hljóta menn að hafa verið að prufukeyra gripinn nema að það sé komið eitthvað öflugt froðudiskó með ljósakynningu í bæinn. Mér líst EKKERT á þetta. Þvílík sjónmengun! Næturhimininn er ónýtur. Það er ekki hægt að sleppa undan þessu. Ég hefði nú viljað hafa þjóðaratkvæðagreiðlslu áður en ákveðið var að eyðileggja himininn okkar til þess eins að fá Ringo Starr í heimsókn aftur. Þetta vekur ekki upp neinar friðarhugsanir hjá mér, aðeins pirring og hreinlega löngun til þess að gefa Yoko Ono einn á snúðinn. Fussumsvei. Skítalykt af þessu.
10/09/2007 05:05:00 f.h.
10/09/2007 02:28:00 f.h.
10/09/2007 02:28:00 f.h.
10/09/2007 02:27:00 f.h.
Það voru kick ass dúndur frábærir tónleikar í Fríkirkjunni á föstudaginn! Danielson, Danielson Famile, Brother Danielson, Danielsonship. Í hvaða útgáfu sem er þá er þetta er nýja uppáhalds hljómsveitin mín. Mannbætandi, fjölskylduvæn, hvetjandi, hreinskin og heiðvirð (í stíl við nýja heilbrigðisátakið mitt), rokk án sukks og svínarís án þess að fórna kraftinum. Við fórum líka á heimildarmyndina sem var fín en svolítið langdregin og kemst ekki í hálfkvisti við að sjá þau live. Fríkirkjan fær stóran plús í kladdann fyrir frjálslyndið í tónleikahaldi þótt súlurnar og lýsingin sé svolítið til trafala. Já og upphitunin Hjaltalín var æði líka. Takk fyrir mig. Og takk til barnapassaranna okkar sem gerðu þetta mögulegt.
Get ekki losnað við trompetalagið af heilanum. Keypti þennan yndislega bol sem viðheldur heilalímingunni.
10/09/2007 01:51:00 f.h.
föstudagur, október 05, 2007
Ég er ekki byrjuð á safaföstunni en dagur 2 í sætinda- og kókbindindi er að kvöldi kominn. Geng um eins og dauðyfli en þetta er samt ekki eins hræðilegt og ég bjóst við. Höfuðverkurinn var tiltölulega vægur. Matur er þó allur eitthvað mun óspennandi og reyndar lífið yfirhöfuð. Hefði kannski átt að ráðfæra mig við aðra fjölskyldumeðlimi áður en ég hóf þessa heilsubyltingu. Kæti Hannesar yfir því að ég var nýbúin í stórinnkaupum breyttist skjótt í örvæntingu þegar hann sá allt lífræna draslið sem ég keypti. Hann rótaði í öllum skápum í leit að skammti og ég þurfti að rífa af honum lífræna hvíta súkkulaðið sem átti að vera til hátíðarbrigða. Skömmu síðar kom ég að honum japlandi á eldgömlu hvítnuðu Prinspólói sem hann fann aftast í nammiskápnum. Ótrúlegt en satt þá varð ég ekkert öfundsjúk. Ég hlýt að vera komin yfir versta hjallann.
10/05/2007 02:08:00 f.h.
mánudagur, október 01, 2007
Abbababb. Mæli með því að þeir sem eigi ekki slíkan fyrir reddi sér krakka svo þeir hafi afsökun fyrir því að fara á þennan söngleik. Alveg yndislegur. Meira diskó!
10/01/2007 01:58:00 f.h.
|
|