fimmtudagur, febrúar 22, 2007
Halldór Hvannar
Já þrátt fyrir fallega hvatningu frá tengdamömmu um að blogga jafn vel þótt ég hafi ekkert að segja hef ég hvorki bloggað þá né þegar ég fékk loks eitthvað að segja. Það er sem sagt löngu búið að skíra drenginn en við höfum bara legið hér öll í svo miklu kvefi og rugli að við höfum vanrækt tilkynningarnar. Ég sem ætlaði að vera með smá teaser hér og láta ykkur geta upp á nafninu. Seinna nafnið var t.d. ekki til og þurfti að sækja um það til mannanafnanefndar. Það var þó ekki af einhverri sérstakri þörf til að vera öðruvísi að við völdum það. Mér datt nafnið bara allt í einu í hug og hélt að það væri nú þegar til. Nú er ég búin að vaka í alla nótt (er að vinna í tölvunni og hósta) og nenni því ekki að hafa þetta lengra í bili en það eru nýjar myndir á barnalandssíðunni og frekari útskýringar á nafninu.
2/22/2007 08:04:00 f.h.
þriðjudagur, febrúar 13, 2007
Jæja. Allt að gerast bara. Not. Tilveran er frekar róleg þessa dagana og lítið að blogga um. Lilli er mjög góður en rosalega samvaxinn mér og ég nenni ekki að gera mikið með hann í fanginu. Það er samt léleg afsökun. Ég man nefninlega vel eftir 60 minutes þætti um handalausa konu sem gerði allt með fótunum, þreif, eldaði, skipti á kúkableyjum og keyrði og svona. Talandi um fréttaskýringaþætti og að keyra...Djöfull var Kastljós í kvöld frábært. Það þarf mikið til þess að ég hlæi upphátt að sjónvarpinu og þarna skeeellihló ég. Þau helltu Andra Frey Viðarsson fullann og settu hann í bílhermi (http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4301727 - á tveimur stöðum). Það var bara svo yndislega fyndið að sjá fullann mann í svona kolröngu umhverfi. Þarna sást greinilega hvað menn eru innilega ekki eins kúl og fyndnir og þeir eru fullvissir um að þeir séu eftir nokkra bjóra. Fullt fólk þarf að vera innan um annað fullt fólk til þess að dæmið gangi upp. Það yrði t.d. líka fyndið að horfa á Kastljósviðtal við allsberann kall en allsberi kallinn væri ekkert hlægilegur í sturtuklefa með fullt af öðrum allsberum köllum. Ok, slæm myndlíking. Svo finnst mér hvort eð er asnalegt sjálfri að vera allsber í sturtu með allsberu fólki. Ég er fylgjandi einkasturtum á baðstöðum. Jæja, best að vera ekkert að blogga fyrr en eitthvað merkilegra er að frétta.
2/13/2007 09:59:00 e.h.
|
|