|
Jafnvel hinn minnsti froskur er mikill í sínum eigin forapolli
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
föstudagur, júní 30, 2006
Ég fékk eitthvað mid life crisis og litaði hárið á mér ljóst með skærrauðum toppi. Ég var að hugsa um Marilyn Monroe á meðan en endaði sem Billy Idol. Ég er svolítið mikið kjánaleg en þetta er a.m.k sumarlegt og hressandi. Hef engan til að taka mynd af mér, eiginmaður aldrei heima og ég kann ekki á sjálfstýribúnaðinn. Er farin upp í sumarbústað. Góðar stundir.
6/30/2006 12:03:00 f.h.
miðvikudagur, júní 28, 2006
Ég get bara ekki hætt að fjölga mér. Barn no. 2 væntanlegt í byrjun janúar.
6/28/2006 09:18:00 f.h.
miðvikudagur, júní 21, 2006
Auðvitað keypti ég Robomop. Hélt virkilega einhver að ég myndi ekki gera það. Ég var 99% viss um að þetta væri það piece of crap sem það er en þessi 1% möguleiki að það gæti "clean the house while you do something more important or just relax" var of freistandi. Ég er einnig að lesa þriðju bókina í Shopaholic seríunni sem hefur ekkert forvarnagildi og hvetur mig bara áfram. Ég missti samt andlitið um daginn þegar amma gaf mér gjöf sem tók öllu því fáránlega og gagnslausa sem ég hef keypt í gegnum tíðina fram: Sleifahaldara. Svona stand fyrir sleif svo maður þurfi ekki að leggja hana frá sér á borðið þegar maður er búinn að hræra í einhverju. Ég hef bara aldrei orðið vör við að þetta væri neitt vandamál hjá mér. Ég man bara hreinlega ekki hvert ég set sleifina við svona aðstæður. Það verður hvort eð er allt útbíað þegar ég er elda svo það skiptir nákvæmlega engu máli. Er ekki líka alveg jafn mikið ómak að þrífa sósu af sleifahaldara og sósu af borði? Mamma segir reyndar að þetta sé líka fyrir ausur svo ausan detti ekki ofan í pottinn þegar maður er búinn að fá sér súpu. Ég sem hélt að það væru hankar á öllum ausuendum einmitt til varnar þessu. Auk þess elda ég aldrei súpu. En nú verður breyting þar á. Nú get ég keypt mér hankalausa ausu og boðið fólki í súpu. Ég keypti meira að segja bláskel og hörpudisk í gær og ætla að bjóða Hannesi í rómantíska sjávarréttasúpu um helgina. Verst að ég borða ekki sjávarrétti.
En anyway, ég er sem sagt komin frá Búlgaríu. Það er nú auma pleisið maður. Alveg stökk in ðe eighties og not the cool eighties heldur svona 1988. Maturinn var líka frekar slakur. Austur evrópskt sósulaust bragðdauft drasl en góðar pönnsur í eftirrétt samt. Sólarströndin og hótelumhverfið var auðvitað rosalegt júrópopp túristahverfi eins og það gengur og gerist. Það þýðir ekki að kvarta yfir því, við vissum hvað við vorum að fara út í. Ég hafði það bara mjög notalegt og slakaði vel á eins og sést á meðfylgjandi myndum:
Og af því að ég er svolítið fúl út í Hannes núna fyrir að vera ekki enn kominn heim úr vinnunni (ég er búin að bíða í fjóra tíma eftir honum svo ég komist í kvöldvinnuna mína) þá birti hér mynd af manninum sem sagðist ekki þurfa að bera á sig sólarvörn því hann brynni ekki:
6/21/2006 10:06:00 e.h.
þriðjudagur, júní 06, 2006
Vitur maður sagði eitt sinn að bloggi maður sjaldan sé það eins og að eiga skemmtistað og hafa hann alltaf lokaðan. Ég hef nú fallið í þá gryfju og sé ekki fram á uppsveiflu í nánustu framtíð. Það er hvort eð er ekki góð skemmtidagskrá á skemmtistaðnum mínum. Lillimann er í sumarfríi frá dagheimilinu og auk þess alltaf lasinn svo dagarnir fara í barnastúss og næturnar í vinnu. Ég mun hér reyna að rifja upp helstu highlight undanfarinna vikna og kalla það svo gott í bili þar sem ég er að fara til Búlgaríu á fimmtudaginn.
COD music tónleikarnir voru skemmtilegir. Mountain Zero (sem eru enn og aftur að vesenast með nafnið sitt) stóðu sig með prýði (gítarstrengir slitnuðu í hamaganginum, bassasnúrur flæktust í bumbum, sumir kysstu suma á sviðinu og aðrir spörkuðu í rassinn á sumum að því er virtist af afbrýðisemi sem var heldur skondið). Mér fannst þeir bestir þangað til að Dr. Mister & Mister Handsome trylltu lýðinn. Djööööööö var gaman að þeim. Viku síðar frömdum við guðlast og yfirgáfum Jon Spencer & Heavy Trash tónleikana snemma. Þeir voru fínir en upphitunarhljómsveitirnar betri og svo var svo skammarlega lítil mæting að það náðist ekki upp almennileg stemmning.
Ég er EKKI ánægð með breytingarnar á Café París. Það er miklu minna pláss á reyklausa svæðinu en reyk og ekkert útsýni auk þess sem þjónarnir eru í kjánalega sparilegum búningum og búið er að taka uppáhalds samlokuna mína af matseðlinum. Í mörg ár hef ég geta gengið að henni vísri, ósköp einfaldri ódýrri ristaðri samloku með skinku og osti en með yndilegri sósu og pastasalati on the side. Engar slíkar samlokur er að finna á nýja matseðlinum. Nú eru þær allar á þreföldu verði og heita ristað panini með Brie ostadrasli. Ussumfuss.
Kaupæði mitt náði nýjum lægðum þegar ég keypti lárperuskera sem ég get ekki látið virka sem skyldi. Ánægðari er ég með kaupin á geitungabaráttuvörum sem ég keypti á e-bay. Kuldakastið verður skammgóður vermir. Einn geitungur í mínum nánasta radíus er einum geitungi of mikið. Ég keypti net fyrir alla glugga og hurðir, rafmagnsflugnaspaða, rafmagnsdrápslugt og lítil fælandi lyktarspjöld sem maður nælir í fatnað. Ég fokkíng drep ykkur ef þið komið nálægt mér og barninu helvítis vítisverur (þið megið hins vegar alveg stinga Hannes og þennan Erling skordýrafræðing sem gera lítið úr ógninni).
Talandi um kaupæði. Hannes sagði bara verðbólga smerðbólga um daginn og keypti handa mér nýjan bíl. Hann fékk meira að segja páskaegg í kaupbæti. Gamli Vibbinn var ónýtur og við seldum hann í brotajárn. Ég sakna hans vissulega en þessi er eins á litinn og er svo fínn að hann var nefndur Fibbi. Ég var ánægð með hann en það fór fyrst svakalega í taugarnar á mér hvað það heyrðist hátt í honum og hvað hann skipti seint um gír og gerði það þá með miklum kipp (sjálfskiptur). Ég vildi ekki vera að kvarta í Hannes yfir nýja fína bílnum svo ég gerði lítið úr þessu við hann. Nokkrum vikum síðar var Hannes í fyrsta sinn með mér í bílnum og spurði af hverju í ósköpunum ég væri í fyrsta gír? Ég hváði við og hélt að hann væri genginn af göflunum þar sem bíllinn væri jú sjálfskiptur. Heyrðu, þá var víst hægt að skipta yfir í beinskiptingu sem ég hafði óafvitandi gert og verið að spæna um bæinn á 80 km hraða í fyrsta gír í nokkrar vikur. Ljóska? Stelpa? Iss, ég skal sko segja ykkur að allir sem hafa skoðað gírstöngina (NEMA HANNES) eru sammála mér um það að merkingin á henni er gjörsamlega út í hött og býður upp á misskilning. En hann er ljómandi fínn núna bíllinn.
Jæja, man ekki eftir fleiru í bili. Farin til Búlgaríu. Bæ.
6/06/2006 04:02:00 f.h.
|
|
|
|
|