miðvikudagur, maí 17, 2006
Bloggið situr alveg á hakanum, það verður bara að hafa það. Lilli er alltaf veikur þessa dagana og er líklegast búinn að vera fleiri daga heima en á dagheimilinu síðustu tvo mánuði. Þess vegna verð ég að vinna á nóttunni ef ég nenni en er svolítið að svindla með það. Það var hringt í mig um daginn og spurt hvert ég væri komin í því sem ég er að gera. Ég sagðist vera komin vel á veg en þegar ég var þá beðin um að senda það inn þurfti ég að viðurkenna að ég hefði verið að plata. Mjög lúðalegt. En anyway, var bara rétt að stimpla mig inn til að minna á þessa tónleika hér. Hannes og Pétur verða að spila með hljómsveit sem hefur enn og aftur breytt um nafn og tónlistarstefnu og heitir nú Mountain Zero. Verið þar eða verið ferhyrningar.
5/17/2006 03:16:00 f.h.
laugardagur, maí 06, 2006
Já viti menn það hafðist. Frumburðurinn er orðinn eins árs. Okkur tókst að koma honum í gegnum fyrsta árið og trúum ekki öðru en að eftirleikurinn verði auðveldur. Eða þannig. I'd love to stay and blog en það eru kökur sem þarf að skreyta og gólf að skúrast. Það eru einhverjar nýjar myndir komnar á barnalandssíðuna.
5/06/2006 06:37:00 f.h.
|
|