mánudagur, desember 20, 2004
Öllu bloggi frestað vegna jólaundirbúnings
12/20/2004 06:11:00 e.h.
föstudagur, desember 17, 2004
Var á jólahlaðborði í Fjörukránni á vegum Þórsafls. Það var kalt og víkingalegt, sérstaklega í þeim skilningi að maturinn var ekkert það góður. En kannski er ég bara svona ólétt. Svo er svona lagað alltaf 80% verra þegar maður má ekki drekka áfengi. Umgjörðin var samt töff: Grýla var á staðnum með heví flott latex gervi framan í sér, víkingaklædd hljómsveit og arfahress mongólíti sem gekk um með hljómsveitarsprota á milli borða og hvatti til fjöldasöngs. Skítt með þessa vernduðu vinnustaði, þetta var alveg að svínvirka og ættu fleiri skemmtistaðir að ráða stemmningshvetjandi mongólíta í vinnu. Hápunktur kvöldsins var þó þegar fólkið var að bíða eftir leigubíl og maður einn sem hélt að enginn væri fyrir aftan sig prumpaði á mig.
12/17/2004 01:39:00 f.h.
fimmtudagur, desember 16, 2004
Ég druslaðist loks til að taka naflalokkinn úr til að þóknast ljósmóðurinni. Lokkurinn var ísettur fyrir c.a. 10 árum til að halda upp á lok einhverra prófa og ég hef ekki séð naflann á mér almennilega síðan. Nú finnst mér finnst geðveikt gaman að fikta í honum og líður eins og ég sé Búddastytta. Just sharing.
12/16/2004 01:12:00 f.h.
miðvikudagur, desember 15, 2004
Kíkti á nýju Chucky í gærkvöldi. Ég dirfist varla að mæla með henni en mér fannst hún næstum því æði. Alla vega undarleg. Mjööööög undarleg. Barn Chucky heitir Glen/Glenda og er brúða sem lítur út eins og látinn Ziggy Stardust með anorexíu, talar með breskum heim og er í miklum vafa um kyn sitt (enda ekki svona anatomically correct brúða). Hann hefur upp á foreldrum sínum sem hann hélt að væru japanskar ninja brúður, vekur þá upp frá dauðum og kemst að því sér til mikils hryllings að þau eru geðsjúkir raðmorðingar. Skemmtileg og fjölbreytt dráp, lélegir brandarar, brúðusjálfsfróun, tæknifrjóvgun, John Waters í aukahlutverki og fleira skemmtilegt.
12/15/2004 06:46:00 e.h.
þriðjudagur, desember 14, 2004
Gvööööð hvað þetta er búið að vera leiðinlegt. Ég las froskasálfræði til 7:30 í morgun, svaf í klukkutíma og var keyrð í prófið viti mínu fjær. Ég hefði ekki einu sinni fundið stofuna sem ég átti að vera í nema með hjálp góðra manna. Einhvern veginn tókst mér þó að fylla út í alls konar reiti og línur og ritgerðarblöð hvort sem það meikaði einhvern sens eða ekki. Fékk sem betur fer frí í vinnunni og var að vakna af góðum blundi heima hjá mömmu. Nú ætla ég í Kringluna að kaupa mér jólaföt sem passa utan um bumbuna. Hún reyndar hálf hvarf í nótt, ég veit ekki hvar hún er eða hvert hún fór. Barnið er þó á sínum stað, greinilega enn undir áhrifum adrenalíns og örvandi drykkja. Talandi um örvandi drykki: Í nótt stóð ég iðulega upp á milli kafla til að vekja mig og var þá ýmislegt brallað. T.d. tók ég upp á því að hella restinni af kókflöskunni minni í klósettskálina því ég las það í Fréttablaðinu um daginn að það hreinsaði allt sjálfkrafa á undraverðan hátt. Ég get hér með sparað ykkur sporin við að reyna þetta sjálf því þetta er algjört búllshitt. Klósettskálin er ekki par hreinnari og kúkarendur högguðust ekki. Jæja, góðar stundir.
12/14/2004 02:38:00 e.h.
mánudagur, desember 13, 2004
Vó hvað ég er hrædd um að ég sé að framleiða geðveikt ofvirkt barn. Sökum þess að ég er alveg að skíta á mig í undirbúningi fyrir froskasálfræðiprófið ógurlega keypti ég nokkra orkudrykki fyrir kvöldið. Nú er barnið alveg snartjúllað í bumbunni sem lítur út eins og hlaup í Kahrs parkett auglýsingu.
12/13/2004 11:40:00 e.h.
Bleeehhh. Þroskasálfræði froskasálfræði. Hvernig á ég að geta lært fyrir próf ef bókin er svo leiðinleg að ég þarf að leggja mig eftir hverja blaðsíðu? Er búin að frumlesa 4 kafla af 15, prófið er á þriðjudaginn og ég þarf að vinna á morgun. Bleehhh.
12/13/2004 01:04:00 f.h.
sunnudagur, desember 12, 2004
Bad news. Það er allt komið í fokk með tilvonandi húsakaup og sölu hjá okkur. Konan sem ætlaði að kaupa fékk víst ekki lán svo við þurfum að setja húsið aftur á sölu. Við erum ekki búin að undirrita kaupsamninginn á hinu húsinu (ætluðum að bíða eftir að konan borgaði) og allt er því óvíst. Gætum þurft að breyta eðlubúrinu í barnaherbergi með þessu áframhaldi.
12/12/2004 03:19:00 f.h.
laugardagur, desember 11, 2004
Dimebag Darrell
Hvíl í friði
COLUMBUS, Ohio (AP) -- The man who shot former Pantera guitarist "Dimebag" Darrell Abbott and three other men to death at a nightclub was obsessed with the heavy metal band and made bizarre accusations against the group, a one-time friend said.
Nathan Gale apparently believed Pantera musicians were trying to steal his identity and the lyrics to songs he had written, former friend Jeramie Brey told The Columbus Dispatch in Friday's editions.
Gale, 25, charged the stage Wednesday at a show by Abbott's new band, Damageplan, and gunned down four people including Abbott before a police officer shot him to death. Two others were wounded.
Investigators said they may never know Gale's motive. Some witnesses said he yelled accusations that the influential heavy metal guitarist broke up Pantera, but police had not verified those reports.
Brey and former friend Dave Johnson said they had become frightened by Gale's behavior and distanced themselves from him several years ago. By that time, Johnson said, Gale had begun talking and laughing to himself and once appeared to be holding an imaginary dog.
"He used to be Pantera's No. 1 fan and has liked them for as long as I've known him," Johnson told the newspaper. "After a while something happened. He just kind of snapped. He went from being a cool guy to being a guy you didn't want to be around."
Johnson said he met Gale, known as Nate, in the late 1990s through a mutual friend in their hometown of Marysville, about 25 miles northwest of Columbus. They shared a love of rock music, held jam sessions and attended concerts together.
Brey recalled that Gale once showed up at his house with some songs he had written, but the words appeared to be copied from Pantera. Gale told Brey he planned to sue Pantera over the lyrics and for stealing his identity.
An imposing figure at 6-foot-3, Gale had made people uneasy at a Marysville tattoo parlor, staring and locking them into conversations about heavy metal music.
When he played offensive line for the semi-pro Lima Thunder football team, he psyched himself up before games by piping Pantera music into his headphones, coach Mark Green said.
"He seemed like a normal guy you would meet any other day," said Anthony Bundy, 20, who lived on the same block as Gale. "He was a keep-to-yourself type of person. He was real quiet."
Hours before the shootings, Gale got into an argument with a worker at the tattoo studio over some equipment he wanted the studio to order for him. He later angrily walked out of the shop.
The worker, Bo Toler, said he thought Gale had come to the tattoo parlor because he wanted somebody to hang out with. "I just thought he was quiet. I thought he had low-self esteem because of his thick glasses," Toler said.
12/11/2004 01:02:00 f.h.
fimmtudagur, desember 09, 2004
Ég held að jólastarfsmennirnir hjá póstinum séu ekki alveg að standa sig í stykkinu. Nú sit ég spennt heima öll kvöld og bíð eftir að pósturinn banki upp á og afhendi mér e-bay varninginn minn. Í kvöld heyrði ég í bréfalúgunni og beið mín þá tilkynning um að því miður hefði ekki tekist að afhenda mér pakkann og ég þyrfti því að sækja hann á pósthúsið. HVERNIG VÆRI AÐ BANKA FYRST!!!?? Friggin idiots.
12/09/2004 10:57:00 e.h.
12/09/2004 01:14:00 f.h.
þriðjudagur, desember 07, 2004
Sko hvað ég er dugleg! Ég er orðin gullstjarna. Fékk þennan póst áðan:
There's no stopping me now.
Fyrir utan kaupæðið er lítið ómeðgöngutengt að frétta. Ég lofaði víst að þetta blogg myndi ekki breytast í meðgöngublogg en svo bregðast krosstré sem önnur tré. Í fréttum er þetta helst að bumban á mér þvælist þvílíkt fyrir og ég er farin að minna á sveltandi bumbubarn í Afríku. Ef júllurnar á mér fara ekki að stækka í hlutfalli við bumbuna verð ég brjáluð. Ég er ekki með nein slit eða svoleiðis en hins vegar nokkur brunasár. Ég á nefninlega ekki nógu síða boli svo hún gægjist alltaf út og í dag rak ég hana í helluna þegar ég var að gera sósu og svo skvettist sjóðandi vatn á hana þegar ég var að sjóða spagettíið. Það má sem sagt alveg gefa mér síða boli í jólagjöf ef einhver er í vandræðum. Annað get ég keypt á e-bay.
12/07/2004 11:19:00 e.h.
Ókey sjitt ég verð að fara að læra. Ég er orðinn e-bay fíkill. Var að bjóða í þessa jólastrumpa. Nú er nóg komið.
12/07/2004 02:49:00 f.h.
mánudagur, desember 06, 2004
Jæja, það þýðir svo sem ekki að leggjast í bloggleti. Hef samt enn ekki frá neinu að segja. Sumum finnst voða merkilegt að við höfum fengið að vita kyn barnsins sem ég ber undir belti. Nokkrir vilja ekki vita það en þeir sem hafa áhuga geta kíkt inn á Barnalands síðuna þar sem leyndardómurinn er afhjúpaður (í vefdagbókinni). Það eru einnig komnar inn nýjar sónarmyndir. Barnið er annars byrjað að sparka á fullu og svona, voða fríkí að sjá allt í einu einhverja dæld dúndrast út á maganum á sér. Svo geri ég allt til að forðast próflestur. Bjó til Ris a la mande eða hvað það nú heitir og piparkökuís í dag. Sjálfboðaliðar sem nenna að koma á Seed of Chucky myndina með mér mega endilega senda mér sms. Ég skal koma með piparkökuís. Góðar stundir.
12/06/2004 01:53:00 f.h.
miðvikudagur, desember 01, 2004
Á meðan ég hef ekki frá neinu öðru að segja en að ég sé komin með vélindabakflæði ætla ég að hvíla bloggið örlítið. Góðar stundir.
12/01/2004 01:34:00 f.h.
|
|