online
Jafnvel hinn minnsti froskur er mikill í sínum eigin forapolli

 Ég um mig frá mér

Synir mínir

baby
baby development
Eiginmaður

Fésbók

Mæspeis

Nostalgía

Sexy pin-up girls and their robot lovers

Gamlar ritgerðir

Kennsluréttindi

Kunningjabloggarar
Sbs
Elín - LYKILORÐ
Bogi
Íris
Tinna
Syneta
Unnur
Illfygli
Barbietec
Frú Jóhanna
Skrudduhugs
Skrattakornið
Bryndís RuthDeeza's Diner
Þrítug og þreytt húsmóðir
Egill

Ókunnugir bloggarar
Dr. Gunni
Magga og hausinn
Konan sem kyndir ofninn sinn

Blogglausar síður
RetroCrush
Archie Mcphee

 


Eldra efni
október 2002 nóvember 2002 desember 2002 janúar 2003 febrúar 2003 mars 2003 apríl 2003 maí 2003 júní 2003 júlí 2003 ágúst 2003 september 2003 október 2003 nóvember 2003 desember 2003 janúar 2004 febrúar 2004 mars 2004 apríl 2004 maí 2004 júní 2004 júlí 2004 ágúst 2004 september 2004 október 2004 nóvember 2004 desember 2004 janúar 2005 febrúar 2005 mars 2005 apríl 2005 maí 2005 júní 2005 júlí 2005 ágúst 2005 september 2005 október 2005 nóvember 2005 desember 2005 janúar 2006 febrúar 2006 mars 2006 apríl 2006 maí 2006 júní 2006 júlí 2006 ágúst 2006 september 2006 október 2006 nóvember 2006 desember 2006 janúar 2007 febrúar 2007 mars 2007 apríl 2007 maí 2007 júní 2007 júlí 2007 ágúst 2007 september 2007 október 2007 nóvember 2007 desember 2007 janúar 2008 febrúar 2008 mars 2008 apríl 2008 maí 2008 júní 2008 júlí 2008 ágúst 2008 september 2008 október 2008 nóvember 2008 febrúar 2009 maí 2009


Bedda

Berglind Björk Halldórsdóttir Bedda's Facebook profile
 
þriðjudagur, ágúst 31, 2004  

Dagur tvö í skólanum. Hvað í andskotanum var ég að pæla!? Í dag áttu allir að kynna sessunaut sinn fyrir bekknum í svona "bonding" æfingu. Ég er í fjarnámi og nenni ekki fá vikufrí í vinnunni til þess að tengjast ókunnugu fólki. Ég vil bara rumpa þessu af ein við tölvuna. Það eina sem ég man eftir fyrirlestra dagsins er að kennari í þroskasálfræði sagði okkur frá því að börn hefðu verið múruð inn í virkisveggi í gamla daga.

Svo get ég ekki stigið í annan fótinn en það er vel hugsanlegt að glerbrot hafi borað sér inn í ilina og sitji þar fast. Get ekki séð það og vil ekki fara að grafa eftir því. Ég get sagt ykkur það að það er ekki góð hugmynd að geyma sprittkertastjaka á baðbrúninni þega maður er í sturtu og er klaufi.

Og hvað er með þetta fokkings veður!!??8/31/2004 07:09:00 e.h.

 
Fyrsti skóladagur í dag. Hvað í andskotanum var ég að pæla!? Slysaðist til að fara í fjarnám í Kennaraháskólanum. 4 ár!!! Þetta sökkar. Hvernig á ég að hafa tíma til þess að blogga? Ek vil ut.8/31/2004 12:15:00 f.h.

sunnudagur, ágúst 29, 2004  
Vó maður þetta varð tveggja daga þynnka! Maður er greinilega ekket unglamb lengur. Þetta var samt gríðarlega skemmtilegt fyllerí og kom Tom Jones við sögu í upphafi þess og enda á skemmtilega súrrealískan hátt.

Eins og ég sagði frá í föstudagsblogginu hóf ég kvöldið á því að fara í bað með baðbombunni Sex Bomb frá Lush sem lofaði því að ég myndi upplifa kvöldstund að hætti Tom Jones.Það var afar stuðvekjandi og þegar ég var búin að skella mér í glimmergallann sótti Bryndís mig og við mættum galvaskar í Hagnýtt fjölmiðlunarpartý.

Þar blandaði Bryndís göróttan drykk sem samanstendur af Bacardi Limon, Egils Kristal, Fresca, klökum og ógeðslega mörgum sítrónusneiðum. Þessi drykkur er algert undrameðal og má sjá á næstu myndum hvernig hann breytir siðprúðum stúlkum í brjóstakáfandi stuðpúða.
Við vorum þó alls ekki einu stuðpúðarnir á staðnum og þrátt fyrir arfaslaka mætingu voru menn ekki í neinum vandræðum með að hafa ofan af fyrir sér.
Mennirnir hér að ofan yfirgáfu okkur þó fyrir eitthvað úthverfapartý á meðan við Bryndís og partýhaldarinn sjálfur (sem fær by the way extra hrós fyrir góðar snakkveitingar) fórum í miðbæjarpartý þar sem hann og Bryndís áttu innihaldsríkar samræður um að stofna stjórnarandstöðuútvarpsstöð.Í því partýi slóst kærasti Bryndísar með í för en hann sést hér reyna að þagga niður í mér með bor.Það var nú ekki mikið fjör í því partýi og yfirgáfum við svæðið þegar fólk fór að horfa á myndina I am Sam. Við komum við heima hjá mér og fékk ég þá óstjórnlega löngun til þess að sýna fólki valin brot úr uppáhaldsmyndinni minni í dag, óborganlegri heimildarmynd um hinn saurkastandi, tannlausa pönkara G.G Allin. Hún vakti þó nokkra lukku en er ekki beint fyrir viðkvæma og sumir urðu eitthvað pirraðir og vildu fara áður en við vorum búin að klára úr glösunum svo ég tók nett frekjukast og strunsaði jakkalaus út í nóttina. Kannski ekki heppilegasta leiðin til þess að vinna úr ágreiningi en hey.

Þar með skildust leiðir en ég skemmti mér hið besta á Ellefunni og Celtic Cross og hitti fullt af skemmtilegu fólki. Verandi gömul grúppía hef ég greinilega enn þá einhvern tónlistarmannasegul því ekki leið á löngu þar til kom í ljós að mennirnir sem ég var búin að sitja með til borðs og spjalla við um tíma voru í hljómsveit. Þetta reyndust vera þeir Addi söngvari og gítarleikari í Sólstöfum og Jómbi hinn geðþekki bakari og trommuleikari í Brain Police. Nú ætla ég að biðja fólk um að hafa ekki áhyggjur því þátt fyrir myndirnar voru okkar samskipti öll í mesta sakleysi enda er ég nú þegar hamingjusamlega harðgift kona rokkstjörnu.Nú þar sem ég hafði aldrei áður hitt liðsmann Brain Police varð ég að segja honum söguna af því þegar rokkandinn greip mig eitt sinn á tónleikum með þeim á Grandrokk og ég kastaði brjóstahaldaranum mínum upp á svið og enginn tók eftir því. Ég hélt alltaf að einhver skúringarkona hlyti að hafa fundið hann úttraðkaðann eftir kvöldið en nei. Færðist ekki þvílíkur undunar og gleðisvipur yfir Jómba og tjáði hann mér að brjóstahaldarinn héngi uppi á vegg í æfingarhúsnæðinu þeirra og hefði orðið þeim til mikillar gleði! Skoooooh!!!! Þetta var þá ekki til einskis eftir allt saman.

Nú ég sagði ykkur að Tom Jones hefði komið við sögu í upphafi og enda kvöldsins á súrrealískan hátt. Hverjum hefði dottið í hug að þungarokkari eins og Addi í Sólstöfum væri ákafur aðdáandi og safnari vínilplatna Tom Jones? Ekki mér. En sú var engu að síður raunin og endaði kvöldið í eftirpartýi heima hjá honum þar sem hlustað var á ljúfa tóna Tom Jones - Live at Caesars Palace. Dásamlegt!
8/29/2004 09:33:00 e.h.

 

TIL HAMINGJU JÓNSI OG HULDA!!! Drengur Jónsason fæddist fyrr í kvöld, svolítið blár í framan en ljómandi fínn og pjallan á Huldu er í heilu lagi. Ætli maður reyni ekki að líta á gripinn á morgun (þ.e.a.s drenginn ekki pjölluna).8/29/2004 09:23:00 e.h.

laugardagur, ágúst 28, 2004  

Það er svolítil þynnka hér á bæ. Partýsögur verða að bíða til morguns. Ógeðslega gaman samt. Var þess virði.8/28/2004 07:44:00 e.h.

föstudagur, ágúst 27, 2004  
Nú hafa krakkaskrattarnir í leikskólanum smitað mig af einhverjum viðbjóði. Er búin að vera að þurrka upp ælu og hor alla vikuna og það hlaut að koma að því. Not only do I feel like shit but I look like some as well. Verð samt að ná að hressa mig við og fegra fyrir kvöldið. Ég er boðin í svokallað Hagnýtt fjölmiðlunarpartý. Það er svo skrýtið að fólkið sem ég var með í ensku í þrjú ár hittist aldrei utan skólans hvorki á meðan á náminu stóð né eftir það (enda voru þetta allt ólettar jussur og kínverskir ofurnördar). Stuðboltarnir sem deildu með mér einum vetri í Hagnýtri fjölmiðlun árið 2002 eru hins vegar alltaf að koma saman. Að vísu er alltaf verri og verri mæting í þessar drykkjur en menn þreytast aldrei við að reyna að fanga skólaandann og eru stemmningshverjandi tölvupóstsendingar algengar á lokasprettinum. Svo ég vitni í einn alræmdasta nemanda hópsins: "Ég er farinn að brýna lifrina, axir og skálmir skerptar, skildir og hjálmar fægðir. Sjáumst á efsta degi". Ég get nú ekki toppað þennan undirbúning en ég luma þó á ýmsum öðrum brögðum. Ég losna við veikindaslenið og kem mér í partýgírinn með einu og sama efninu en það eru alveg magnaðar höfuðverkjatöflur sem Elín Hannesarsystir færði mér frá Bandaríkjunum. Þær heita Exedrin og eru að mér skilst eins konar blanda af aspiríni og koffíntöflum. Svínvirka og er skömm að því að þær skuli ekki vera leyfðar á skerinu.

Svo fæ ég mér Eldsmiðjupizzu og skelli ég mér í bað með baðbomunni Sex bomb frá Lush:

"Töfrandi musk- og jasmínbomba sem kveikir neistann. Upplifðu kvöldstund að hætti Tom Jones".Góðar stundir

8/27/2004 07:26:00 e.h.

fimmtudagur, ágúst 26, 2004  


Þetta er Óli vinur okkar. Hann kíkti við í gær og hrósaði mér fyrir bloggið. Eini gallinn fannst honum vera að ég birti ekki nógu mikið af myndum af honum. Ég bæti því hér úr og bæti því við að hann er á lausu og leitandi. Frábær dansari og verðbréfabraskari með piparsveinaíbúð á besta stað í bænum. Áhugasamir hafi samband við mig og ég kem einhverju í kring.8/26/2004 10:23:00 e.h.

þriðjudagur, ágúst 24, 2004  

Get ekki bloggað. Get bara étið nammi og sofið. Veit ei hvað veldur. Kannski Ólympíuleikarnir.8/24/2004 07:53:00 e.h.

mánudagur, ágúst 23, 2004  

Ég á lítið heimili. Þegar einhver kúkar á þessu heimili dreifist lyktin um öll herbergi hússins. Þetta er sérstaklega hvimleitt þegar það kemur gestur akkúrat þegar verið er að fremja ófögnuðinn. Ekki dugar að nota fýlusprey því það eyðir ekki heldur blandast lyktinni svo úr verðu súrrealískur ilmur sem er ekki til mikillar heimilisprýði. Ráð óskast.8/23/2004 11:09:00 e.h.

sunnudagur, ágúst 22, 2004  

Jæja þá er maður búinn að stútfylla sig af menningu og er ekki einu sinni þunnur. En ætli ég byrji ekki á föstudeginum því þá áskotnuðust okkur miðar á Lou Reed. Ég var búin að brjóta heilann mikið um það hvort ég ætti að að fara á þá tónleika. Velvet Underground var auðvitað æði, Transformer sólóplatan góð en það sem ég hef heyrt af nýrra efni finnst mér bara la la. Svo er það eitt að fíla tónlist einhvers listamanns/hljómsveitar og annað að fara á tónleika með þeim. Rokktónleikar eiga að vera svolítið sexí og mér finnst gamlir krumpaðir menn bara ekkert sexí. En þrátt fyrir að vera tvisvar sinnum krumpaðri en Keith Richards var hann helvíti töff í Kastljósviðtalinu þar sem hann grillaði Svanhildi Hólm. Eitt skemmtilegasta viðtal sem ég hef nokkru sinni séð. Varpaði ljósi á það hve flest viðtöl eru í raun kjánaleg. Kastljósviðtalið plús það að við gátum fengið miða í gegnum VN (Viðskiptanetið) varð til þess að við ákváðum að skella okkur. Hvítvínið, sjávarréttasúpan og félagsskapurinn (Palli vinnufélagi Hannesar) varð hins vegar til þess að við mættum allt of seint og náðum bara þremur lögum fyrir uppklapp. Þau voru aðeins of róleg fyrir standandi fólk en svo komu allir hittararnir eftir uppklapp og það var voða indælt. Þetta voru ekki neitt sérstaklega eftirminnilegir tónleikar, voða lítið rokk eitthvað en samt fínir. Það sem mér fannst skemmtilegast voru skjáirnir sitt hvoru megin við sviðið. Af hverju í andskotanum gátu þeir ekki drullast til þess að setja svona upp fyrr!!!??? Þetta eru bara sjálfsögð mannréttindi og þá sérstaklega fyrir lágvaxið fólk en það hefur verið troðið á rokkréttindum þeirra allt of lengi. Það ætti að sjálfsögðu að rukka lágvaxið fólk minna fyrir miðann en aðra ef það eru ekki skjáir í boði. Það er eins gott að þeir haldi þessu áfram, annars efni ég til ofbeldisfullra mótmæla. Ég veit reyndar ekki hvaða "þá" ég er að tala um en það skiptir ekki máli.

Eftir Lou Rítalín (skv. Fréttablaðinu) héldum við á Snorrabrautina til þess að kveðja Þröst, nýbakaða manninn hennar Jóhönnu en hann er að fara í mastersnám í einhverju voða sniðugu tölvu...hönnunar...eitthvað?? í Danmörku. Það var ljómandi skemmtilegt en ég sofnaði víst eitthvað fyrir aldur fram í sófanum.

Svo rann upp menningardagur bjartur og fagur. Það var þó eins og svart ský svifi yfir mér í byrjun því ég gat ekki annað en minnst atburða síðasta menningardags þegar geitungur einn stakk mig, blásaklausa stúlkuna í hálsinn. Þetta átti sér stað í Menningarfylgd Birnu um mitt heiðna hverfi og þar sem ég náði ekki að klára gönguferðina þá ákvað ég að gera það núna. Ég sá nokkra geitunga í gönguferðinni en ekki þann sem stakk mig og komst ég klakklaust í gegnum hana. Ég varð þó frekar fúl yfir því að það var hvorki gengið um né minnst á Þórsgötuna. Ég sem var alveg fullviss um að það hefði gerst eitthvað stórkostlega menningarlegt í götunni eða a.m.k. í húsinu mínu. En nei. Það býr samt slatti af menningarlegu fólki hérna, t.d. Gunnar Smári, Megas og Þorsteinn Guðmundsson. Og við auðvitað. Við hjónin erum náttúrulega artí fartí menningarfyrirbæri from hell. Ég ætti nú bara að bjóða þessari Birnu að kíkja við hjá okkur í næstu göngu.

Það besta við menningarnótt er að það er alltaf 50% afsláttur af öllu í 12 tónum. I went apeshit og keypti heilan helling:

Loretta Lynn (+ Jack White) - Van Lear Rose
Sufjan Stevens - Seven Swans Fannst koverið svo fallegt. Gef Svanhildi systur minni bara diskinn ef mér finnst hann ekki góður.
Fantomas - Delirium Cordia
Singapore Sling - Life is killing my rock'n roll
Sigríður Níelsdóttir - Það er ungt og leikur sér (hin aðdáunarverða áttræða casiospilandi amma)
og svo Línuna á DVD. Það var víst einhver fjölskyldubrandari þegar ég var lítil að líkja mér við Línuna.

Gréta Hannesarfrænka kom í heimsókn þegar ég var að skila diskunum af mér og var hún að dandalast með okkur í bænum fram eftir kveldi. Við sáum alls konar menningu en það eina sem ég kann nöfnum að nefna er tónlistarmenning eins og Lögreglukórinn, Brúðarbandið, Úlpa, Mínus og Singapore Sling. Síðan var bara flugeldasýning og partý á Þórsgötunni: grillaðar pulsur, Prúðuleikararnir og pottaferð. Prýðisgaman alveg hreint. Og Hannes át dordingul.Sóttum Sæma og Kildu vini okkar á flugvöllinn áðan. Þau voru að koma frá Berlín og gista hjá okkur í nokkra daga þar til þau fara heim á Egilsstaði. Best að fara að sinna þeim. Bæ8/22/2004 06:54:00 e.h.

föstudagur, ágúst 20, 2004  
Farin á Lou Reed. Þurfti ekki einu sinni að fresta sjávarréttasúpunni. Hún var geðveik! Enda hvítvín í boði. Sjáumst öll á menningarnótt!!!8/20/2004 09:04:00 e.h.

fimmtudagur, ágúst 19, 2004  

Ég gleymdi að segja ykkur frá flunkunýja fína eldhúsútvapinu mínu. Það var nú einmitt það sem gerði það að verkum að ég uppgötvaði Mix fm 91,9. Ég var áður með eldgamalt eldhúsútvarp með brotnu loftneti sem surgaði alltaf smá í. Svo lét ég verða af því í fríhöfninni um daginn að kaupa mér svona súper fínt Tivoli One ferðaútvarp. Allar stöðvar eru tærari en geisladiskur og það er hægt að hækka almennilega í því svo það heyrist um allt hús. Einnig er það högg- og veðurþolið svo maður getur farið með það út í garð eða í útilegur. Nú er alltaf svo mikið stuð hjá mér að ég er sítakandi til og eldandi mat. Gerði meira að segja dýrindis vikumatseðil. Vinir og kunningjar hafa greinilega fundið þetta á sér því það eru búnir að vera óvæntir matargestir alla vikuna. Það kom reyndar enginn í grjónagraut og slátur á mánudaginn en á þriðjudag kom Bryndís í pastapottrétt og heimabakaðar kúmenbollur. Á miðvikudag komu hín nýbökuðu hjón Jóhanna og Þröstur í indverskan lambarétt og í kvöld komu Bryndís, Jónsi og Hulda ólétta konan hans + þrjú börn og tveir vinnumenn frá Lettlandi í tagliatelle með gorgonzola osti ("hentar bæði íþróttafólki sem er að fara að keppa og miðaldra bumbuköllum sem finnst gaman að sulla í rauðvíni" - Siggi Hall) og smákökur Það var sko aldeilis stuð í kotinu. Ljómandi skemmtilegt að fá svona gesti og mun ég líklega birta matseðil næstu viku á blogginu í von um að fá fleiri. Það er sjávarréttasúpa á morgun en hún gæti fallið niður ef ég skyldi ákveða að fara á Lou Reed. Góðar stundir.8/19/2004 11:28:00 e.h.

miðvikudagur, ágúst 18, 2004  

Er búin að uppgötva nýja útvarpsstöð! Venjulega stilli ég á Skonrokk eftir stutta viðkomu á Rás 2, X-inu og hálfvitaútvarpinu Radíó Reykjavík en í gær stillti ég óvart á Mix FM 91,9 og gladdist mjög. Meirihluti laganna er svona late 80's early 90's og vekja þau upp sterkar minningar úr bekkjarpartýum gagnfræðaskólans: Jump - Kris Kross, Pump up the Jam - Technotronic, Unbelievable - EMF, Girl You Know It's True - Milli Vanilli, Jackie - Redzone. Jú þið munið víst eftit Jackie:
I woke up with your name on my lips
I woke up with your lips on my imagination
ooh wooh hoo

Did you wake up with my name on your lips
or am I all alone in this infatuation?

uh huh

oh yeah

uh

oh

oh

Jackie when you're touching my soul in the candlelight

Jackie when I lost control in the heat of the night

Jack, Jack Jackie
Can't get you off my mind


Ég og Bryndís vinkona mín sátum út í garði í gærkvöldi með pasta og rauðvín og Mix útvarpsstöðina í bakgrunni. Óhjákvæmilega barst talið að þessum gullnu árum og var glatt á hjalla. Þ.e.a.s. þar til við fórum að leiða hugann að því hvort við hefðum kannski brugðist vonum foreldra okkar. Á þessum árum blasti glæst framtíðin við. Foreldrar Bryndísar sendu hana í ballett og píanótíma og voru komin á fremsta hlunn með að kaupa rándýran flygil þegar hún missti áhugann. Ég fór einnig í ballett, skátana og næstum því einn blokkflaututíma. Ég fékk flautuna en guggnaði á að fara í tímann þegar ég var komin að hurðinni. Einnig var reynt við samkvæmisdans en ég harðneitaði að fara aftur eftir að ég var látin dansa við strák. Ég var þó ansi liðtæk í jazzballett og Michael Jackson dönsum um tíma. Einu sinni gerðu foreldrar mínir tilboð í hús í Mosfellsbænum sem var með innisundlaug. Hugmyndin var að steypa upp í sundlaugina og breyta herberginu í einkajazzballettsal fyrir mig með speglum allan hringinn. Okkur Bryndísi varð ljóst þarna á pallinum að við hefðum fengið öll tækifærin upp í hendurnar en við köstuðum þeim frá okkur eins og skítugum tuskum. Svo sátum við þarna úti og þrátt fyrir að vera með háskólagráður á bakinu og lifa prýðis lífi þá skömmuðumst við okkar. En hey, kommon, við urðum alla vega ekki öryrkjar og eiturlyfjasjúklingar.8/18/2004 11:10:00 e.h.

þriðjudagur, ágúst 17, 2004  
Var að tæma heita pottinn í fyrsta sinn í sumar. Vatnið var dökkbrúnt (ekki einungis af skít heldur gefur viðurinn frá sér lit) og því sást ekkert ofan í hann. Ég bjóst því alveg eins við því að finna dauðan kött en sem betur fer voru þar aðeins nokkrir plástrar og ókunnug kvenmannsspennna. Fleira er ekki í fréttum.8/17/2004 04:55:00 e.h.

mánudagur, ágúst 16, 2004  

Smá fjárhagslegt bakslag á heimilinu. Það var hringt frá viðgerðarverkstæði Símans og þeir ætla að rukka mig fyrir viðgerðina þótt síminn sé í ábyrgð. Þeir sögðu að hann hlyti að hafa orðið fyrir veeerulegu höggi (*roðn* *roðn*). Við sögðum þeim að sleppa þessu ef þeir gætu ekki gert við hann fyrir 5000 kall. Er því símalaus áfram um sinn. Svo var Hannes glæpamaður að fá senda 20.000 kr. hraðaksturssekt fyrir að keyra á 103 km/klst með tjaldvagn í Borgarfirði. Svona fljúga seðlarnir. Óréttlátt að maður lendi ekki eins oft í óvæntum gróða eins og óvæntum fjárútlátum. Skapar ójafnvægi í jin og janginu.8/16/2004 05:42:00 e.h.

sunnudagur, ágúst 15, 2004  

Fór í síðustu brúðkaupsveislu sumarsins í gær. Frænka Hannesar gekk í það heilaga í Háteigskirkju og var veislan haldin í sjóðheitum sal í Skeifunni. Frábær indverskur matur frá Shalimar og fljótandi vín í boði. Hitinn, sterki maturinn og áfengið hafði sín áhrif á fólkið sem endaði flest á blindskallarassgatinu úti á stétt fyrir utan að reyna að kæla sig niður. Fjölskyldudrama, dans, söngur, gleði og tattú. Ég hélt meira að segja óundirbúna ræðu. Hitti þarna einnig stúlku sem ég vann með í Hagkaup fyrir mörgum árum. Hún er alsvalasta stúlka sem ég hef nokkru sinni hitt. Hún er gullfallegur bifvélavirki með stállokka undir viðbeininu (eða var með - það kom ígerð í götin) og er nú á leiðinni til Kína í hálft ár að læra Kung Fu hjá Shaolin munkum. Geri aðrir betur. Ljómandi skemmtilegt kvöld.

Hannes er kominn heim sólbrenndur og sæll úr veiðiferðinni. Hann veiddi eina stóra bleikju (sleppti öllum litlu), mink og ref. Erum nú að fara heim til tengdó að grilla aflann.

Góðar stundir8/15/2004 08:09:00 e.h.

föstudagur, ágúst 13, 2004  
Smá bloggleti í gangi hér á bæ. Hannes er í veiðiferð fram á sunnudag og ég er bara hér að úða í mig sælgæti fyrir framan sjónvarpið. Góða veðrið hefur haft sljóvgandi áhrif og ég reyni að hreyfa mig sem allra minnst til þess að spara orku. Langaði í sund í gær en reiknaði ekki með að það yrði pláss fyrir mig. Brá mér þá í Kópavoginn til fjölskyldu minnar sem hafði fest kaup á 700 lítra, 1900 króna fjölskyldusundlaug. Ljómandi fín bara. Þau voru búin að setja glimmerbaðbombu í hana og allt. Það getur þó verið hvimleitt þegar maður er heimsókn og fjölskyldan fer að rifja upp afglöp frá unglingsárunum. Í gær var mér sagt að ég hefði átt gítar sem hét Jónas og ég seldi á spottprís þegar mig vantaði pening til áfengiskaupa. Ágætis saga en ekki rekur mig neitt minni til gítarsins og stundaði ég þó ekki meiri áfengisdrykkju en hver annar meðalunglingur. Ég hef kannski bara orðið svona fúl þegar ég uppgötvaði að ég gat ekkert á gítar að ég seldi hann og blokkaði út minninguna. Eða þá að mamma er að rugla. Það er ekki ólíklegt enda las las hún kolvitlaust á kjöl vídeóspólu í gær (svona home videos). Þar stóð: til hamingju mamma en hún las: íslenkir námsmenn !!!??? Yndislegt!8/13/2004 11:14:00 e.h.

miðvikudagur, ágúst 11, 2004  
Of heitt get ekki blooooooo....8/11/2004 08:56:00 e.h.

þriðjudagur, ágúst 10, 2004  

Sá hjólreiðamann eltann uppi og stunginn af geitungi í dag. Var í bíl á ljósum á gatnamótum Miklubrautar og sá mann koma hjólandi með geitung á fullu spani á eftir sér. Þegar maðurinn neyddist til að stoppa á rauðu ljósi réðist geitungurinn til atlögu. Maðurinn baðaði út öllum öngum í örvæntingu en sá sér ekki annað ráð vænna en að bruna áfram yfir á rauðu og reyna að stinga hann af. Mér leið eins og ég væri í hryllingsmynd og það væru ófreskjur á hverju götuhorni. Allt í einu fór ég að hugsa um hvað myndi gerast ef geitungur kæmist inn í bílinn á meðan ég væri að keyra. Ég myndi snarklessa á. Þetta er ekki fyndið lengur.

Svo eru skordýrafræðingarnir að reyna að ljúga að okkur í fréttunum að engin hætta sé á ferðum. Geitungar séu ekkert árásargjarnari í ágúst en aðra mánuði, bara meira áberandi og stingi auk þess yfirleitt ekki nema þeir séu áreittir. YEAH RIGHT!!!! Ég horfði á geitunginn elta manninn uppi langar leiðir. Ég veit svo sem ekki hvort hann var eitthvað að hjóla yfir þeirra yfirráðasvæði en ég á mér ljóslifandi minningu frá því á menningarnótt í fyrra þegar ég var sjálf stungin í hálsinn. Ég stóð grafkyrr og blásaklaus minding my own business að hlusta á fyrirlestur um gömul hús í bænum. Stímir þá ekki einn fljúgandi viðbjóður beint á mig og rekur rassaspjótið á kaf í hálsinn á mér. Og hann var ekkert að flýja af vettvangi heldur hékk þarna heillengi stingandi og enginn kom mér til bjargar, ekki einu sinni eiginmaður minn. Ætli þetta sé ekki svona eins og í hryllingsmyndunum, þegar "þeir" eru búnir að ná þér tekur því ekki að reyna að bjarga þér. Svo þegar hann losaði sig var það aðeins til að taka tilhlaup(flug) og gera aðra atlögu. Þá hljóp ég grenjandi í burtu ekki aðeins af sársauka heldur af bræði. WHY ME!!!??? Ég drep ekki einu sinni húsflugur! Þegar það var hveitibjöllufaraldur í eldhúsinu hjá mér veiddi ég bjöllurnar og henti þeim út.

Geitungar eru afsprengi satans á jörðu og eiga enga miskunn skilið. Ég hét því þann dag að ég myndi snúa vörn í sókn og myrða alla geitunga sem á vegi mínum yrðu á kvalafullan hátt. Því miður gat ég ekki staðið við það. Ég er allt of hrædd við þá til að ráðast á þá og mér varð bara óglatt þegar ég fékk einu sinni einn laslegan til þess að pynta.

Sem skattborgari finnst mér að ríkisstjórninni beri skylda til þess að losa okkur við þessa óværu. Það ætti að vera efst á forgangslistanum. Geitungar eru farnir að skerða verulega lífsgæði borgaranna. Í dag var heitasti dagur ársins en ég sat inni með viftuna og dregið fyrir lokaða gluggana. Ekki að eigin vali, heldur af hræðslu. Þap ætti að vera löngu búið að stofna geitungasérsveit. Vopna öryrkja og liðið á atvinnuleysisskrá og borga þeim aukalega fyrir að leita uppi og plaffa niður bú og veiða lausaflugsgeitunga og setja í útrýmingarbúðir. Fokkings gagnslausa ríkisstjórn!! Fokkings geitungar!! Fokkings ágústmánuður!!8/10/2004 06:30:00 e.h.

 
Ferðasaga - Barcelona 2004


Frekari utanlandsferðir á árinu voru alls ekki á dagskránni eftir brúðkaupsferðina stóru í apríl en svo gerðist það alveg óvart að við skruppum til Barcelona. Óli vinur okkar var að fara að heimsækja vinafólk sitt þar og sagði sísvona að það væri gaman að fá okkur með og við gripum gæsina í kokinu á honum. Fengum flugsæti á tilboðsverði og hræódýrt hótel fyrstu fjórar næturnar í borginni og svo gistum við hjá vinafólki hans í strandbæ síðustu þrjár. Á daga okkar dreif þetta helst:

29 júlí - fim

Komum til Barcelona að kvöldlagi. Óli og vinafólk hans, Ívar og Eyrún tóku á móti okkur á flugvellinum og keyrðu okkur á pínulitlum sportbíl með bilaðri loftræstingu á hótelið okkar. Sveittasta ökuferð sem við höfum farið í. Hótelið (Ronda) var alveg ágætt þótt rúmið væri grjóthart og veggirnir næfurþunnir. Það er í um 10 mínútna göngufjarlægð frá aðalgöngugötunni (Rambla) og gotneska hverfinu. Þangað fórum við til þess að fá okkur bjór, snarl (pizzu með eplum og pulsubitum) og kynnast betur. Við höfðum aldrei hitt Ívar og Eyrúnu áður og reyndust þau vera hið besta fólk


30 júlí - fös

Fórum á rúntinn á svona opnum túristastrætó. Borðuðum nesti (freyðivín og kiwi) í Gaudi garðinum sem ég held að sé flottasti staður sem ég hef komið á. Ákvað þá að þegar ég kæmi heim myndi ég skreyta allan garðinn okkar með mósaík. Hannes hefur enga trú á því but he'll see.Fórum næst úr strætó hjá fótboltaleikvangi sem er heimavöllur F.C Barcelona liðsins, stærsti völlur Evrópu og þriðji stærsti í heiminum. Fengum að skoða VIP stúkuna, fréttamannaherbergið, búningsklefana þar sem við ímynduðum okkur leikmennina allsbera í sturtu o.s.frv.


Fengum okkur síðan nokkra bjóra og steinsofnuðum á hótelinu (ætluðum bara rétt að skipta um föt)

31 júlí - lau

Ferðuðumst áfram um í túristastrætó. Skoðuðum hina klikkaðslega flottu La Sagrada Familia kirkju og löbbuðum efst upp í hana (75 metrar). Þegar við vorum komin niður aftur þurftum við að setjast og jafna okkur því lappirnar okkar hristust og skulfu af áreynslu. Fórum á Kentucky stað rétt hjá kirkjunni. Held að það sé vandfundinn sá skyndibitastaður sem er með fallegra útsýni en þessi.
Næst tókum við sporvagn upp á fjall í nágrenninu, skoðuðum þar aðra kirkju og chilluðum. Þriðja kirkja dagsins var dómkirkjan en mér var ekki hleypt inn því ég var ekki nógu fínt klædd.

Um kvöldið fórum við á flottan stað og fengum okkur m.a. klikkað góða önd í döðlusósu og tókum síðan leigubíl að höllinni þar sem í gangi var gosbrunnasýning með ljósum og látum.

Fórum síðan út á lífið, fyrst niðri við höfnina (Port Olimpico) þar sem tugir staða liggja hver upp við annan með hálfberum súlumeyjum og gæjum sem keyra upp stemmninguna og síðan í gotneska hverfinu þar sem við dönsuðum fram á morgun þar til fór að blæða úr fótunum á mér.1 ágúst - sun

Vöknuðum með geðveikar harðsperrur í kálfunum eftir kirkjuklifrið og komumst varla fram úr. Chilluðum í bænum og fórum í dýragarðinn til þess að sjá Snowflake, einu albínóagórilluna sem vitað er um í heiminum. Þegar við vorum búin að ganga garðinn á enda sáum við skilti þar sem stóð að hún hefði dáið úr húðkrabbameini í fyrra.


Um kvöldið fórum við Hannes á The Happy Sideshow, ástralska sýningu sem var í bænum. Þarna var vel húðflúraður og gataður hópur extreme sverðgleypa, eldgleypa, svipumeistara osfrv. að leika listir sínar fyrir allt of fáa áhorfendur. Það voru aðeins 20 manns þarna í stórum sal í 1,5 milljón manna borg. Algjör synd því þetta var stórfengleg sýning, sæt, skemmtileg og smekklaus.

"Never have swordswallowing, live dislocations, anglegrinding, hoola hooping or pierced weightlifting looked this good. Or been performed with so much love and joy."Listamennirnir Shep Huntley, The Space Cowboy, Tiger Lil og Lucifire hoppuðu á glerbrotum, festu hendurnar í úlfagildrum, spændu upp á sér járnnærfötin með slípirokk, negldu tungurnar á sér við borð og lyftu því osfrv. allt með bros á vör við dúndrandi skemmtilega tónlist.

Eftir sýninguna áttum við í mesta basli með að finna laust borð á veitingastað en það tókst loks og snæddum við þriggja rétta máltíð á ágætum stað áður en við fórum heim í háttinn.

2 -5 ágúst / mán - fim

Skráðum okkur út af hótelinu og eyddum meirihluta dagsins í verslunum. Óli, Ívar og Eyrún keyrðu okkur heim til þeirra í strandbæinn Castell del fells um kvöldið þar sem við dvöldum í góðu yfirlæti það sem eftir var ferðar en íbúðin er alveg upp við ströndina. Ekkert merkilegt gerðist þar nema kannski að Hannes gubbaði í sjóinn og eina nóttina vöknuðum við upp við gríðarleg læti. Þá var skollinn á gífurlegur stormur þrumur og eldingar. Pálmatrén svignuðu til jarðar og sólartjöldin rifnuðu af húsunum. Flott að sjá. Á leiðinni heim gerðumst við örlitlir lögbrjótar og fluttum með okkur tvo leikfélaga handa Ellu. Henni er hins vega ekkert um þá gefið svo við ætlum að selja þá upp í visa kostnað.


Góðar stundir8/10/2004 12:15:00 f.h.

 
This page is powered by Blogger.