miðvikudagur, mars 31, 2004
Ju minn eini hvað ég er orðin prittí! Var í litun, plokkun og fótleggjavaxi í dag og er nú ekki eitt einasta hár á röngum stað á mér. Beauty is pain svo þetta var nú ekkert sérlega þægilegt allt saman en ég ætla að bæta mér það upp á morgun og fara í ljós og heitsteinanudd. Aumingja Hannes er með bullandi kvef, hálsbólgu og exem auk þess sem hann er skaðbrenndur eftir að ég tók hann með í ljós til að gá hvort hann lagaðist. Hann skemmti sér samt vonandi vel í afmælisboðinu í gær. Á meðal afmælisgjafa voru safaríklæðnaður, ferðabók um Venezúela, færeyskur rappdiskur og pennasett.
3/31/2004 09:31:00 e.h.
Þvottavélin er komin í lag. Pabbi Hannesar fann hárspennu í einhverju hjóli.
3/31/2004 12:52:00 f.h.
þriðjudagur, mars 30, 2004
!!!!TIL HAMINGJU MEÐ 30 ÁRA AFMÆLIÐ ELSKU HANNESINN MINN!!!!
3/30/2004 06:33:00 e.h.
mánudagur, mars 29, 2004
Jæja, þá er síðasta fylleríishelgin fyrir brúðkaupið liðin. Við komumst í gegnum hana óhult og gerðum enga skandala svo það þarf ekki að aflýsa brúðkaupinu eða neitt. Reyndar skemmtum við okkur alveg stórfenglega og erum enn skælbrosandi af gleði þrátt fyrir að allt vín í húsinu hafi klárast og það líti heldur subbulega út í augnablikinu (það er t.d. gubb á en vonandi ekki í heita pottinum).
Hannes fékk hringingu um laugardagseftirmiðdaginn þar sem honum var sagt að það hefði verið brotin rúða í vinnuhúsnæðinu. Hann gleypti við því og rauk af stað og sá ég hann ekki aftur næstu 12 tímana því í vinnuhúsnæðinu beið eftir honum brazilísk strípidama og fjöldi vina. Eftir drykki og dillibossasýningu fóru drengirnir í Bláa Lónið, út að borða, í karaoke og fleira skemmtilegt.
Ég sat nú ekki auðum höndum á meðan skal ég segja ykkur því ég bauð Brúðarbandinu eins og það leggur sig til veislu á Þórsgötunni. Þar matreiddi ég ofan í þessar yndislegu dömur dýrindis mat sem skolað var niður með göróttum bleikum drykkjum. Síðan var spilað, sungið og setið að sumbli fram undir morgun. Hannes og fleiri drengir gengu til liðs við okkur á lokasprettinum svo úr varð hið prýðilegasta partý sem Sísí og Unnur hafa nú þegar ausið lofi á á síðunum sínum.
Presturinn kom svo í heimsókn til okkar áðan þegar við vorum í óðaönn að sópa síðustu bjórdósunum undir teppið. Hann sagði okkur í óspurðum fréttum að honum þætti þungarokk prýðileg kirkjutónlist og fór svo að segja okkur dæmisögu af mongólíta sem var hafður í búri í Breiðarfjarðareyjum. Þetta verður stórfenglegt brúðkaup!
3/29/2004 06:31:00 e.h.
laugardagur, mars 27, 2004
Innlent | 26.3.2004 | 21:43
Tveir grímuklæddir og vopnaðir piltar rændu söluturn
Tveir grímuklæddir piltar fóru vopnaðir járnum inn í söluturn við Hlíðarveg í Kópavogi laust eftir klukkan átta í kvöld og rændu þaðan tóbaki og skiptimynt. Að sögn lögreglu sýndu piltarnir afgreiðslumanneskju vopn sín, sem líklega hafa verið felgujárn, og fengu hana til að afhenda sér innihald búðarkassans, sem eigandinn hafði tæmt skömmu áður. Þeir flúðu að ráninu loknu.
Afgreiðslumanneskjan sem þarna um ræðir er hún Lovísa Lára litla systir mín. Henni fannst þetta nú ekkert sérstaklega skemmtileg lífsreynsla en er núna heima með ís, nammi og vídeóspólu að jafna sig. Ribbaldarnir þökkuðu víst fyrir sig á leiðinni út og eins og sönnum afgreiðslumanneskjum sæmir þökkuðu þær (hún og önnur afgreiðslumanneskja) einnig fyrir viðskiptin.
3/27/2004 01:03:00 f.h.
föstudagur, mars 26, 2004
En ég er ekkert stressuð
3/26/2004 12:25:00 f.h.
fimmtudagur, mars 25, 2004
Og nú er ég að fá bólur
3/25/2004 09:36:00 e.h.
miðvikudagur, mars 24, 2004
Nú eru góð ráð dýr. Ég var svo mikið að brúðkaupast að ég gleymdi að kaupa miða á Pixies. Og þvottavélin er biluð.
3/24/2004 09:21:00 e.h.
þriðjudagur, mars 23, 2004
Jæja, ég er enn þá hálfviti og skammast mín en ætla samt að halda áfram að blogga. Ástæða hálfvitaskapsins í þetta sinn var óvænt gæsafjölskylduboð sem haldið var fyrir mig um helgina. Lykilorðið er ÓVÆNT því ég bjóst vægast sagt alls ekki við þessu og fékk algjört áfall, skammaði alla og fór að væla. En þetta var fallega hugsað, það var gaman þrátt fyrir allt og ég fékk margar fínar gjafir eins og t.d. alls konar stresslosandi baðdót, ilmandi eplanærbuxur, handbók um kvenlega fegurð frá 1956, Bonsai kartöflugerðarbúnað og þessa myndarlegu typpamelónu:
Allt er gott sem endar vel.
3/23/2004 07:23:00 e.h.
mánudagur, mars 22, 2004
Öllu bloggi frestað um óákveðinn tíma því ég er hálfviti og skammast mín
3/22/2004 05:12:00 e.h.
föstudagur, mars 19, 2004
Tengdamamma mín er nú svolítið sniðug. Hannes er orðinn brjálaður á mér því ég er svo stressuð og ég get ekkert að því gert, en nú verður breyting þar á. Við fórum í heimsókn til hennar og hún nuddaði á mér axlirnar, lánaði okkur slökunargeisladiska og gaf mér bjór í nesti. Hún sagði að bjór væri allra meina bót, vöðva-og taugaslakandi og einkar góður fyrir svefninn. Hannes er því búinn að lofa að kaupa kassa fyrir mig á morgun og svo ætla ég bara að vera full og áhyggjulaus fram að brúðkaupi. Mér finnst þetta frábært plan. Af hverju datt mér þetta ekki í hug fyrr?
3/19/2004 01:01:00 f.h.
fimmtudagur, mars 18, 2004
Hér er skemmtilegur leikur sem ég fann á síðunni hennar Sigrúnar. Ef einhver fattar hvert þessi rottuhaus á eiginlega að fara þegar búið er að veiða hann og sleppa honum á lausu flísarnar í skrýtna tækinu má sá hinn sami endilega segja mér það. Hvernig eiga flísarnar að vera!!!??? Arrgg ég verð að fara að sofa.
3/18/2004 12:45:00 f.h.
miðvikudagur, mars 17, 2004
Dagurinn er dökkur. Ekkert kætir mig. Óbeisluð gleðin sem braust út þegar ég opnaði Fréttablaðið og sá fyrirsögnina um að Violent Femmes væru að koma á klakann umturnaðist í djúpa sorg þegar ég áttaði mig á því að ég verð ekki á hinum sama klaka þá dagsetningu sem um ræðir. Fjárans brúðkaupsferð! Hvað verður það næst? Tenacious D!? Það væri nú alveg týpískt. But I tell you this að ef það gerist verður ferðin blásin af med det samme.
3/17/2004 02:02:00 e.h.
3/17/2004 12:56:00 f.h.
þriðjudagur, mars 16, 2004
Ooosssalega var gaman á lágmenningarkvöldinu. Ég tók systur mína með mér og við fengum falleg lyktarspjöld með prumpulykt og er ég nú endurnærð og tilbúin til að takast á við brúðkaupsundirbúninginn. Svo hitti ég Sísí og komst að því að vinur okkar Hannesar er á einhvern undarlegan hátt flæktur í stóra gítarránsmál Brúðarbandsins. Segið svo að ekkert spennandi gerist í lífinu. Ha! And the plot thickens. Nú er fjör!
3/16/2004 01:51:00 f.h.
mánudagur, mars 15, 2004
Brúðkaupsstressið ætlar mig lifandi að gleypa. Ég get ekki sofið og er með vöðvabólgu upp á enni. Ég ætlaði alls ekki að verða svona en þetta er óstöðvandi skrýmsli. Presturinn kom í heimsókn og ég heyrði ekkert hvað hann sagði ég var svo stressuð og alltaf að horfa á vörtuna á enninu á honum. Ég misskildi og misheyrði allt sem hann sagði og svaraði eins og geðsjúklingur. Alltaf þegar ég er að fara að taka þessu létt spyr einhver hvort ég sé búin að hinu eða þessu. Við eigum eftir að redda öllu í sambandi við brúðkaupsferðina, panta organista, ákveða lög í kirkjuna, kaupa skraut í salinn, redda brúðarbíl, búa til sætamiða og dagskrá, skanna inn ljósmyndir, panta brúðarvönd, redda víninu, kaupa undirföt, fara í klippingu, litun o.s.frv. o.s.frv. Less than three weeks to go people.
Tíma fyrir afþreyingu má þó alltaf finna. 3 myndir hef ég séð undanfarna daga:
Ljómandi fínar allar þrjár.
Afþreyingu fann ég einnig á laugardaginn þegar við skruppum í heimsókn til Bryndísar og spiluðum gamalt Trivial. Bryndís er náttúrulega óhæf í spurningaspilum því hún er svo góð að það er hvorki gaman að spila með henni eða á móti henni. En ég fékk alla vega jarðaberjafreyðivín og harðhent nudd frá henni Maríu stóru sjúkraþjálfara. Henni fannst ég ansi illa farin og ætlar að taka mig í alvöru nudd á nuddstaðnum hennar.
Ég held að ég haldi áfram brúðkaupsundirbúningsflóttanum og skelli mér á lágmenningarkvöld á Jóni Forseta. Þar má fá lyktarspjöld með prumpulykt og sjá klæðskipting éta hundakúk. Það ætti að dreifa huganum.
3/15/2004 08:28:00 e.h.
föstudagur, mars 12, 2004
Einhver ærlegur rokkari hefur tekið sig til og gefið systur minni photoshop makeover
3/12/2004 09:30:00 e.h.
miðvikudagur, mars 10, 2004
Nú eru góð ráð dýr. Það er uppselt í brúðkaupsferðina okkar til Ecuador og við erum búin að bólusetja okkur í bak og fyrir fyrir öllum þarlendum sjúkdómum. Við liggjum nú á netinu og leitum að annarri ferð þar sem sömu sjúkdómar eru landlægir svo peningarnir fari ekki í súginn.
3/10/2004 07:12:00 e.h.
þriðjudagur, mars 09, 2004
!!!!!!!!!!!Við Hannes fórum í seinni skammtinn af bólusetningarsprautunum áðan og læknirinn sprautaði mig í tattúið!!!!!!!!!
3/09/2004 10:19:00 e.h.
Foreldraviðtöl í dag. Ég drakk nokkra lítra af kaffi og bjóst við hinu versta en þau voru bara alveg óþolandi jákvæð. Nú finnst mér enn þá erfiðara að hætta þarna. Hendurnar skjálfa og mér er frekar bumbult af öllu kaffinu en ég ætla samt að strauja aðeins yfir helgina áður en það er um seinan. Annað væri sögufölsun:
Laugardagurinn fór í brúðkaupsstúss. Það er verið á víla og díla í öllum hornum til að komast sem billegast frá þessu og það gengur bara alveg ágætlega. Tóti vinur okkar ætlar að taka ljósmyndir, Binni bakari kunningi Hannesar ætlar að...yes you guessed it...baka brúðartertuna. Hann vildi nú fyrst gera typpa- og brjóstaköku en ég vona að við höfum talað hann ofan af því. Kona vinnufélaga Hannesar rekur Fataleigu Garðabæjar og gefur okkur afslátt. Hannes er búinn að velja sér föt en hann gat ekki ákveðið hvers konar vesti hann vildi vera í innan undir svo hann ætlar að klæðast einu í kirkjunni og öðru í veislunni (baralveg einsog Trista ha) og ég fann mér mega kúl slör og kórónu.
Um kvöldið hélt leikskólinn litla árshátíð. Við vorum tíu og búin að panta rútu og mat í Skíðaskálanum. Þegar rútan sótti okkur kom í ljós að við vorum langt í frá ein um borð. Rúmfatalagerinn var líka með árshátíð. Handfylli af kófdrukknu liði aftast í rútunni öskraði á okkur þegar við komum inn: "heyyyy úr hvaða búð eru þið!?" Síðan komum við við í Rúmfatalagernum í Smáranum til að sækja restina af liðinu sem var enn drukknara en það sem var fyrir. Ég hélt þetta gæti orðið ágætlega skemmtilegt þegar ég sá að Stjáni Stuð og Soffía voru í hópnum en allt kom fyrir ekki. Við lugum því að tvær af okkur væru veikar svo við kæmumst fyrr heim með rútunni og þyrftum ekki að bíða eftir að skemmtidagskrá þeirra lyki. Þegar við fórum átti að fara að afhenda Óskarsverðlaun Rúmfatalagersins (fyrir sölumet?....flestum kerrum safnað á einum degi o.s.frv.?)
Á sunnudeginum fórum við Hannes að plebbast á fullu, sóttum brúðkaupssýninguna í Smáralind og borðuðum á Burger King. Borgararnir voru slæmir en bíómyndin sem við fórum á var allt annað en það. School of Rock er yndisleg. Jack Black...we salute you.
3/09/2004 05:32:00 e.h.
Non curo. Si metrum non habet, non est poema.
"I don't care. If it doesn't rhyme, it isn't a poem."
You are a type A personality. You like bright things, you don't call in sick to work, and you have devastating opinions about art.
Which Weird Latin Phrase Are You? brought to you by Quizilla
3/09/2004 05:02:00 e.h.
sunnudagur, mars 07, 2004
Nei veistu, mér finnst ekkert sniðugt að Pixies séu að koma til landsins. Í fyrsta lagi held ég að það sé ekkert ofsalega sniðugt tónlistarsögulega séð af þeim að koma saman aftur. Það tekur fortíðarglansinn og nostalgíuna algjörlega af. Í öðru lagi er ég orðin hundleið á því að það sé verið að skemma fyrir mér hljómsveitir með því að draga þær á klakann. Fjölmiðlafárið og ofspilunin er slík að manni verður brátt sama þótt maður heyri aldrei framar í viðkomandi hljómsveit. Þegar tónleikadagurinn sjálfur rennur upp færist skyldutilfinning frekar en tilhlökkun yfir mann og ógeðið verður algjört þegar maður er komin í miðja kös af þúsundum gelgja og FM hnakka sem kyrja hástöfum með þessari hljómsveit sem þau vissu ekki að væri til fyrir hálfum mánuði síðan (og ef þau hefðu heyrt í henni þá hefðu þau fúlsað við henni) en nú er hún the hottest thing in town. Kannski er ég bara bitur tónlistarsnobbari en dísös kræst, Pixies!!! Er ekkert heilagt lengur!!!???
3/07/2004 02:00:00 f.h.
miðvikudagur, mars 03, 2004
Undur og stórmerki!!! Við unnum lítinn sigur í baráttunni við kerfið!!!!!!! Þegar ég fékk stóra reikninginn frá RÚV um daginn og henti honum í öngum mínum Hannes neitaði hann að borga og sagðist bara ætla að "reeeedda þessu". Ég hafði ekki snefil af trú á því að það tækist og sá fram á stighækkandi reikning, lögfræðing og rifrildi. Hannes sendi Tækjaleitunardeild RÚV blíðlega orðaðan tölvupóst og tjáði þeim að það hlyti að vera um einhvern miskilning að ræða. Að við hefðum keypt Philips tæki á útsölu fyrr á árinu og honum þætti vænt um að við yrðum aðeins rukkuð frá þeim tíma. Svo sendi hann fallega mynd af okkur með. Ég hristi hausinn og ætlaði að borga reikninginn þegjandi og hljóðalaust en viti menn. Tölvupóstur barst í dag þar sem RÚV fólkið baðst afsökunar á mistökunum. Það sagði að við hefðum fengið rangan gíróseðil og að annar væri á leiðinni. Það átti víst aðeins að rukka okkur frá 1.4. 2004 en við vorum "óvart" rukkuð frá 1.4. 2003. Þetta var vissulega gleðiefni en skömmu seinna viðurkenndi Hannes lúpulegur að þetta væri skammgóður vermir. Hann hefði fengið símtal frá einhverjum loftnetskalli vegna reiknings sem kominn er til lögfræðings. Það kom kall til að gera við loftnetið hjá okkur fyrir hálfu ári og ég vissi ekki betur en að Hannes hefði borgað honum. En nei, hann hafði víst neitað að borga reikninginn því honum fannst hann of hár. And so it goes....on and on....
...svo ég bara datt í það. Nei kannski ekki alveg út af þessu...enda var þetta ekkert búið að gerast....meira bara alveg óvart. Leikskólastjórinn hafði gert þau mistök að láta mig og Sunnu loka leikskólanum saman. Við gátum ekki hætt að blaðra svo við fórum á kaffihús að fá okkur einn bjór....sem varð að svolítið mörgum fleiri. Okkur langaði ekkert heim svo við fórum í Mál og Menningu og fundum upp á nördalegasta drykkjaleik ever. Ég þarf að hafa samband við bókmenntafræðiskorið í Háskólanum og gá hvort þeir eru ekki til í að taka hann upp og borga mér umboðslaun. Við ákváðum að kaupa bók handa hvor annarri og máttum ekki sjá þær fyrr en búið var að borga. Síðan var þetta bara eins og jólin þegar við skiptumst á bókum og árituðum þær. Mjög nördalegt, en gaman. Ég gaf henni að sjálfsögðu High Fidelity og hún gaf mér einhverja að mér sýnist glæpasögu sem ég veit ekkert um.
Svo hittum við Sísí og Unni á 11 og horfðum á hljómsveitina Ælu og svona bara bjór og svona bjór og svona eitthvað. Ofsalega gaman en ég get sagt ykkur það að það er ekkert grín að reyna að kaupa sér pulsu klukkan hálf tvö um nótt á virkum degi.
3/03/2004 11:41:00 e.h.
mánudagur, mars 01, 2004
Gleðilega vinnuviku allir. Helginni minni var eytt á hóteli í Keflavík ótrúlegt en satt. Mamma mín er orðin 50 ára og flúði úr bænum svo hún þyrfti ekki að halda stórveislu. Sem betur fer leyfði hún aðal fjölskyldunni samt að koma með. Við chilluðum, spiluðum, fórum í pott, gufu, út að borða og svona. Voða nice og mér fannst ég vera komin til útlanda. Merkilegust fannst mér þó mannlífsflóran í Keflavík. Við röltum niður göngugötuna eftir matinn og voru þá engir fótgangandi á ferli en hins vegar var stanslaus traffík af unglingafullum bílum sem keyrðu fram hjá aftur og aftur. Í fyrstu tvö skiptin var bara glápt á okkur en eftir það var annað hvort veifað eða gefið fokkmerki. Skemmtilegt.
Á sunnudeginum fórum við að sjálfsögðu á brúðkaupssýninguna í Garðheimum og rákumst þar á Jóhönnu og Spörra sem eru í sömu hugleiðingum en hafa þó lengri tíma til þess að hugleiða. Ég hugleiddi yfir mig og er nú orðið flökurt af stressi. Fundum þó flottustu brúðkaupstertustyttu í heimi. Við áttum ekki að fá að kaupa hana því hún var óverðmerkt og afgreiðslukonan hélt að hún væri hluti af skreytingu. Þá tókum við til okkar ráða og kipptum laumulega verðmiðanum af annarri styttu og klíndum á þessa. Svo fór mamma og borgaði hana á öðrum kassa því mamma er svo sakleysisleg að það grunar hana enginn um græsku. Mig dreymdi í nótt að við þyrftum að skila henni en hún er hér enn og ég er hæstánægð.
Í gærkvöldi fórum við á American Splendor í bíó. Mjöööög góð og sniðug. Mæli með henni en verð þó að viðurkenna að ég hefði líklega sofnað hefði ég tekið hana á vídeó. Tilefni bíóferðarinnar var sú að ég ætlaði að hætta að horfa á sjónvarp í einn mánuð frá og með deginum í dag. Er þó að sjálfsögðu strax búin að brjóta það. I suck.
3/01/2004 08:47:00 e.h.
|
|