fimmtudagur, október 31, 2002
Í skóm drekans var æði! Sveinsbörnin are destined for greatness það er enginn vafi á því. Þarna voru tveir gjörólíkir menningarheimar að skella harkalega saman. Það var fullt hægt að hlæja og svo var myndin bara orðin mjög spennandi á köflum, svona undercover dæmi. Hrönn ætlar að sýna hvað þessi fegurðarbransi er fáránlegur en byrjar svo smám saman að sogast inn í hann og það er ótrúlega kúl að fylgjast með því. Svo er hún líka orðin þvílík beiba að unun er á að horfa! Nenni ekki að skrifa meira, orðin svaka sybbin og komin með stressbólur á hálsin út af vinnunni. Missti af fréttunum og er ekki með neinar hugmyndir fyrir morgundaginn...ætli við getum ekki bara fjallað um hrukkur eða eitthvað, hina eilífu baráttu og samsæri snyrtivöruframleiðenda. With my luck þá verð ég enn þá með bólur þegar ég fer að fá hrukkur...vúppí!
10/31/2002 12:34:00 f.h.
miðvikudagur, október 30, 2002
Jæja, frekar rólegur dagur í vinnunni. Helga Vala kom í heimsókn, en við höfum ekki séð hana síðan í ágúst. Þá var hún svo rosalega ólétt að hún mátti ekkert vinna fram að fæðingu. Hún átti síðan í október...stærðarinnar hlunk sem hefur fengið nafnið Arnaldur...hann er æði eins og öll hennar fjölskylda. Fór og tók viðtal við stráka sem unnu Forritunarkeppni framhaldsskólanna...þeir voru bara svolítið sætir...alla vega einn...hann var pólskur. Klamidýuviðtalinu var frestað til morguns og ég fór snemma heim.
Þegar heim var komið beið mín nýtt Séð og Heyrt blað, en ég gerðist áskrifandi í síðasta mánuði. Þetta blað er svo yndislega subbulegt að ég bara stenst það ekki...svo er þetta nauðsynlegt hjálpartæki í vinnunni...ég varð að finna einhverja leið til þess að átta mig á því hver væri hvað í heimi ríka og fræga fólksins. Ég man aldrei hvað neinn heitir og er alltaf að verða mér til skammar þegar ég er send á einhverja sýningu eða eitthvað til þess að taka upp viðtöl við þetta lið því ég þarf að alltaf að spyrja að nafni þótt ég kannist við fésið á þeim. Anyway...það sem ég vildi sagt hafa var að nú er Megalottó Séð og Heyrt í gangi og ég hef aldrei unnið neitt. En nú dettur úr blaðinu miði með skælbrosandi smettinu á honum Hlyni allsbera þar sem mér er tilkynnt að ég hafi unnið. Ég var strax viss um að ég hefði unnið utanlandsferð...því nú þegar maður er byrjaður að blogga fara alls konar skrýtnir hlutir að koma fyrir mann. Ég átti að senda leyniorð með SMS til þess að komast að því hvað ég hefði unnið en sama hvað ég reyndi þá tókst það ekki. Ég hélt bara að það væri álag á símakerfinu eða eitthvað og er búin að ganga hér um í tvo klukkutíma handviss um að ég væri að fara til útlanda...en svo kom það í ljós að ég hafði bara lesið leiðbeiningarnar vitlaust og...tadaaaa... ég vann geisladisk..wúppí...það eru 99, 5% líkur á því að það er Svona er FM sumarið eða eitthvað álíka myglað. Oh well...svo fylgdi líka ókeypis bréf af cappucchino með blaðinu...það var nú gaman.
Náði að hössla miða á myndina Í Skóm Drekans þar sem ég er svo mikið celebrity og fer á hana á eftir með Hannesi. Ég býst ekki við miklu...allt hype-ið sem varð í kringum hana gaf til kynna að þarna mætti finna fegurðardrósir í vafasömum aðstæðum...en ég efast um það...og þó...Ekki ber að vanmeta hana Hrönn kvikmyndargerðarkonu, hún leynir á sér. Ég var með henni í bekk í MR og hefur okkar samband verið heldur brösótt í gegnum tíðina. Í þriðja bekk var ekki komið blogg eða tölvpóstur og létum því ég og mínir tveir kvenkyns sessunautar forláta stílabók ganga á milli okkar í tímum. Í henni voru vangaveltur um lífið og tilveruna og misviðeigandi athugasemdir um aðra skólafélaga. Einn daginn þegar við vorum í leikfimi (en ekki Hrönn því hún mætti aldrei í neitt) hnuplaði Hrönn stílabókinni og las hana fyrir bekkinn. Bekkjarfélagarnir voru vægast sagt ekki sáttir við okkar sýn á þá og vorum við ekki mikið í náðinni það sem eftir lifði skólaársins. Þetta gleymdist þó um síðir enda nóg af öðrum hneykslismálum í MR til þess að smjatta á og vorum ég og Hrönn orðnir ágætis kumpánar í lok MR dvalarinnar.
10/30/2002 06:41:00 e.h.
Ég kann ekkert á þetta drasl...á eftir að gera þetta miklu flottara þegar ég hef tíma til. Best væri nú bara að fá hana Sigrúnu í heimsókn til þess að spara tíma. Það á að vera að hægt að setja inn teljara, gestabók og alls konar fylgihluti, redda því um helgina. Híhí þetta er svolítið gaman!
10/30/2002 12:51:00 f.h.
þriðjudagur, október 29, 2002
Vísir, Sun. 27. okt. 19:14
Margir með Klamydíu á Íslandi
Sex Íslendingar greinast með kynsjúkdóminn Klamydíu á hverjum einasta degi og fer fjölgandi. Það er tvisvar sinnum meira en annars staðar á Norðurlöndunum. Tíðnin er sérlega há meðal ungs fólks sem ekki virðist nota smokkinn.
Það eru ótrúlegustu hlutir sem ég lendi í í vinnunni, í dag var ég send í kynsjúkdómaskoðun með upptökutæki. Þetta er ljómandi útvarpsefni sem verður væntanlega spilað á
morgun en ég klippti nú alla gullmolana út af ótta við íhaldsemi RÚV....nema einn...þegar hjúkrunarkonan spurði mig hvort ég notaði ekki alltaf smokk sagði ég: ...jaaa...neiiii.....ég er nú bara við eina fjölina felld! Hehe. Þetta var annars ljómandi skemmtileg lífsreynsla...verst að ég er ekki að vinna á X-inu, þá gæti ég eflaust hringt í beinni útsendingu til þess að fá niðurstöðurnar.
10/29/2002 11:53:00 e.h.
Jæja...þá er ég farin að blogga...andskotinn hafi það...þetta ætlaði ég aldrei að gera. Ég ætlaði reyndar heldur aldrei að fá mér GSM síma, eða DVD spilara....en svona er þetta bara. Það hlýtur að vera einhver innbygð strípihneigð eða athyglissýki sem fær fólk til þess að gera þetta, ég ræð alla vega ekki við mig. Ég streittist lengi á móti þessu en eftir að hann Jónsi fór að troða sér á netið varð ég afbrýðisöm og ákvað að drífa í þessu. Jæja, bæ.
10/29/2002 11:22:00 e.h.
|
|