|
Jafnvel hinn minnsti froskur er mikill í sínum eigin forapolli
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
föstudagur, nóvember 30, 2007
Jööööööööööööööööööööööööööööööööööööööööööööööööööö Kick ass góður þáttur!! sem ég rakst á http://dagskra.ruv.is/streaming/ras2/?file=4357541
Arnar Eggert með metalþátt á Rás 2
Er með tölvuhátalarana í botni og augun á stilkum eftir klukkutíma nætursvefn. Eitt bb á leikskóla og annað í gönguferð með tengdamömmu. Ég er að klára auglýsingaskráningar fyrir vinnuna og hlæ eins og brjálæðingur að innsláttarvillum eins og Nónus eða Veisludalur. Svo er ég alltaf að skrá dánartilkynningar sem kvikmyndaauglýsingar. Hvaða Freudian slip er það? Held að geðheilsan hangi á bláþræði. Dreymdi á þessum klukkutíma í morgun að Hannes hefði drepið einhvern en nennti ekki að þrífa allt blóðið svo við fluttum til Péturs vinar hans og sögðum að hústökufólk hefði búið í húsinu að undanförnu. Það er bara svoleiðs Berglind mín það er bara svoleiðis var það síðasta sem ég heyrði áður en ég vaknaði við að barnið kleip í nippluna á mér og hló.
(Og hvaða djöfulsins aumingjar eru þetta sem ég las um í blaðinu um daginn sem geta ekki vaknað til að sinna börnum sínum eftir að hafa spilað tölvuleiki fram eftir nóttu? Hræki á þetta lið. Eeeeengin afsökun. Langar að mæta heim til þeirra og klípa þá rækilega í nipplurnar)
11/30/2007 12:36:00 e.h.

Nýjar myndir (frá því í júní) á barnasíðunni.
11/30/2007 06:31:00 f.h.
miðvikudagur, nóvember 28, 2007
Kókoshneta Doppa Nerósdóttir
25.04.94 - 28.11.07

RIP elsku Hneta
11/28/2007 02:23:00 e.h.
fimmtudagur, nóvember 22, 2007
 Eruð þið ekki að fokkíngs djóka!? Þarf bara aðeins að hleypa gremju minni út þótt það eigi eflaust ekki heima á þessum vef og er alveg sama hvort samnemendur mínir lesa þetta eða ekki er eruð þið ekki að fokkíngs djóka!!! Annað hvort þjáist ég af einhverjum súperegó komplexum eða ég er bara svona miklu klárari en aðrir í alvörunni. Allavega finnst mér allt sem ég skrifa í hópverkefninu sem ég er að púsla saman svo miklu betra en það rindilslega samhengislausa rugl sem aðrir eru að klína á þetta. Nú eins og ALLTAF áður þegar ég tek þátt í svona er ég sannfærð um að ritgerðin yrði miklu betri fengi ég að sinna henni ein. Þegar ég tala um þetta við annað skólafólk virðist það allt vera á sama máli. Svona líður öllum í hópverkefnum. Hvað er verið að leggja þetta djöfulsins rugl á mann! Og svo vil ég fara að fá einhvern fokkíngs svefn. Eða komast á fyllerí. Annnndskotans fokkíngs fokkkkk. Takk. Nú líður mér aðeins betur. Ahhhhh og mun líða enn betur þegar ég ýti á publish post takkann.
11/22/2007 06:43:00 f.h.
sunnudagur, nóvember 18, 2007

Ég er búin að þjálfa mig í að vera eins og John Travolta í Phenomenon. Ég er komin með þannig rútínu að ég vaki allar nætur utan þess sem ég legg mig í 2-3 tíma með barninu yfir daginn. Húsið er tandurhreint, ég er búin að panta fullt af jólagjöfum á e-bay, heimildarritgerðinni er nánast lokið, ég er ekkert svooo mikið eftir á í vinnunni og byrjuð í nýrri aukavinnu að auki og það eru berjamuffins í ofninum fyrir heimilisfólk þegar það vaknar. Things are getting done for a change svo ætli ég reyni ekki að halda þessu áfram a.m.k út mánuðinn ef vinir og ættingjar kvarta ekki of mikið yfir undarlegri hegðan og geðveikislegu augnaráði (svona eins og Mr.Bean þegar hann heldur sér vakandi með eldspýtum en án eldspýtna). Það kom reyndar í ljós í lokin á Phenomenon að gaurinn var með heilaæxli allan tíman en hey, það er örugglega skárra en að vera óléttur.
11/18/2007 07:45:00 f.h.
laugardagur, nóvember 17, 2007
 Búsetu í miðbænum fylgir óhjákvæmilega svolítið "aksjón" um helgar. Þá hef ég það fyrir venju að loka gluggum til þess að dempa partýhávaðann en annars truflar hann mig ekkert og strákarnir vakna ekkert oftar upp þær nætur en aðrar. Einn sunnudagsmorguninn uppgötvuðum við að aðal "garð"skrautið okkar, forláta stöðumælir (sem er reyndar illa fenginn sjálfur) var horfinn. Við höfðum steypt hann niður í tunnu svo það hefur verið heilmikið vesen að drösla honum í burtu og bölvuðum við þessu mikið. Nokkrum dögum síðar var hann hins vegar aftur kominn á sinn stað. Ályktuðum við því að hér hefðu verið á ferð einhverjir gesti á heimili nágrannanna og nágrannarnir séð sóma sinn í að skila gripnum þegar ölæðið hafði runnið sitt skeið. Þetta fannst okkur bara hið besta mál og fylltumst nágrannastolti. Sagan endurtók sig svo síðustu helgi þegar ein af sex Erikum í blómapotti fyrir framan húsið var rifin upp með rótum og numin á brott. Ekki óraði okkur fyrir því að við myndum sjá hana aftur en viti menn. Í gær tók ég eftir að hún (eða önnur eins) hafði verið gróðursett aftur á sinn stað. Þvílíkt krúttlegt!!! Svona eiga drykkjumenn að vera. Ég elska Kárastíg.
11/17/2007 04:19:00 f.h.
fimmtudagur, nóvember 15, 2007
 Gullkorn
Mamma við Baldur Rökkva (þreytt eftir eitthvað nöldur): Ohhhh þú ert svo leiðinlegur. Baldur Rökkvi: Ég er ekki leiðinlegur! Ég er venjulegur!!!
11/15/2007 03:46:00 f.h.

Smá frestunarárátta í gangi. Er búin að setja inn "nýjar" myndir (frá því í maí) á Barnalandssíðuna.
11/15/2007 03:36:00 f.h.
miðvikudagur, nóvember 07, 2007
 Enginn tími fyrir blogg. Verkefnaskil og próf í skólanum öll á sama tíma 3.des + vinnan + beibís + jólagjafir + allt í drasli og Hannes hótar að ráða pólska au-pair. Sendi Rope Yoga gaurnum póst og spurði hvort ég mætti ekki bara taka námskeiðið seinna. Væri alveg til í að hefja amfetamínneyslu ef barnið væri ekki enn á brjósti. Hvar er panikk takkinn!!??
11/07/2007 05:11:00 f.h.
|
|
|
|
|