miðvikudagur, apríl 26, 2006

Kommasohhh Allir sem vettlingi geta valdið styrkið gott málefni. Ég styrkti um 500 kall og heimabakaða kanilsnúða og kemst því á kreditlistann.
4/26/2006 03:50:00 f.h.
þriðjudagur, apríl 25, 2006
Nýtt líf? Það var búið áður en það byrjaði. Ég frestaði afeitrunarmataræðinu því ég hafði ekki tíma til að fara út í búð að kaupa engiferrót, papaya og alfalfa spírur og ég er nú þegar langt á eftir áætlun í vinnuáætluninni minni. Kannski endurhugsa ég þetta allt saman. Líst ansi vel á það sem ég hef heyrt um bókina Franskar konur fitna ekki. Leyfa sér allt en einblína á gæði frekar en magn. Nema hvað að það má að sjálfsögðu ekki drekka gos og borða ruslfæði frekar en fyrri daginn. Þar situr hnífurinn í kúnni. Get ekki hætt í gosinu því ég hef ekki tíma til að fá 2 sólarhringa fráhvarfshausverk. Og talandi um þetta með tímann. Ég bíð í ofvæni eftir að svefnfrestunarlyfið sem verið er að þróa komi á markað og frelsi heiminn undan oki svefnsins. Heyrði nefninlega viðtal við dotor í taugavísindum sem sagði frá því að það sé búið að þróa lyf sem frestar svefnþörf í 48 stundir án þess að maður beri nokkurn skaða af. Síðan er herinn að þróa enn þá sterkara lyf fyrir hermenn. Samt. Ef enginn þyrfti að sofa yrði vinnudagurinn bara lengdur. Hmmmm. Eins og staðan er núna þykir sannað að þeir sem sofi í kringum 7 1/2 tíma lifi lengst. Lengri eða styttri svefn styttir lífaldurinn. Ég sef til skiptis ógeðslega lítið og ógeðslega mikið. Ætli það jafnist þá út eða.... Heyrðu ég byrja alla vega á að drekka meira vatn.
4/25/2006 01:33:00 f.h.
laugardagur, apríl 22, 2006
Er að spá í að hafa kjúkling í kvöld.
4/22/2006 03:22:00 f.h.
föstudagur, apríl 21, 2006
 Já gleðilegt sumar en mér líður svolítið eins ég sé ekki búin að taka niður jólaseríurnar. Þetta blogg er í bölvaðri órækt eins og svo margt annað hjá mér. Það stendur til bóta en ég veit ekki hvenær. Ég er alveg að skíta á mig í allri tímastjórnun. Ég er búin að snúa sólarhringnum við. Myndir á Barnalandssíðunni eru þriggja mánaða gamlar. Ég þarf að slökkva á símanum á morgnana svo einn vinnustaðurinn minn nái ekki í mig til að biðja mig að vinna. Ég lýg að öðrum vinnuveitanda að ég sé nánast búin með verkefni sem ég er ekki byrjuð á, ég sendi barnið hálfveikt á dagheimilið og Hannes á enga hreina sokka. Samt tókst mér að gúffa í mig nokkrum páskaeggjum, mæta í magadans, horfa á Lost og tvöfaldan Desperate Housweives og búa til MySpace síðu. Held að mér sé ekki viðbjargandi. Á mánudaginn ætla ég að reyna að snúa blaðinu við, byrja á afeitrunarmataræði, fylgja ströngu vinnuskipulagi og reyna að hlusta ekki á röddina í höfðinu á mér sem segir yeah right.
4/21/2006 01:18:00 f.h.
laugardagur, apríl 08, 2006

Án þess að hafa orðið fyrir slíkri áður er ég nokkuð viss um að tónleikar Deus á fimmtudaginn hafi verið trúarleg upplifun. Hamingja hamingja. Húrra húrra húrra. Þeir lengi lifi. Annars er það að frétta að ég er komin í koffínafeitrun. Þetta er dagur eitt and my head is about to explode. Horfði óvart á alla Heil og Sæl þættina í vinnunni og heilaþvoðist. Vil ekki að blóðið breytist í karamellu. Góðar stundir.
4/08/2006 04:39:00 e.h.
fimmtudagur, apríl 06, 2006
Ég er búin að vera svo önnum kafin að ég hef ekki einu sinni komið til skila stórfréttum eins og þeirri að systir mín hafi lent í skotárás í Bandaríkjunum. Hinir hefðbundnu fjölmiðlar voru fyrri með fréttina og má lesa hana hér á mbl.is og sjá hana hér í tíufréttum (frekar framarlega). Svaný systir er lengst til hægri. Ég hefði nú örugglega minnst á þetta fyrr ef kúlan hefði lent í þér Svaný mín, en gott að þið eruð allar heilar á húfi. Til að bæta fyrir seinleikann geri ég gott betur en fréttamiðlarnir og birti með góðfúslegu leyfi fórnarlambanna krassandi myndir af vettvangi:
Þetta er hótelið illræmda

Og hótelherbergið. Sjá má byssukúlugat í glugganum.

Ein kúlanna fór nefninlega inn um gluggann

Og út um hurðarkarminn. Reynar ekki út heldur sat hún þar föst.

Síðan er það rúsínan í pylsuendanum, reikningurinn. Ef vel er að gá má sjá að þær fengu aðra nóttina fría due to shooting!
Já það er alltaf hasar í BNA krakkar mínir. Svei mér þá.
4/06/2006 04:13:00 f.h.
mánudagur, apríl 03, 2006
 Varðandi hamingjusóskirnar, just keep'em coming. Við skötuhjúin eigum nefninlega 2 ára brúðkaupsafmæli í dag. Ekki ýkja langur tími en hafa ber í huga að við höfum verið að skiptast á slefi mun lengur eða allt frá því að við hittumst á Bíóbarnum sáluga á því herrans ári '97. Fögnum áfanganum á Lækjarbrekku í kvöld og hellum okkur svo aftur í vinnu en ég er í þrefaldri vinnu þessa dagana og mun því líklega ekki blogga ítarlega fyrr en um páskana. Góðar stundir.
4/03/2006 04:29:00 e.h.
|
|