fimmtudagur, janúar 27, 2005
Er enn þá með óbragði í munninum eftir að hafa þurft að ritskoða síðustu bloggfærslu og nenni því ekki að blogga aftur strax. En hér er skemmtun á meðan: Ljómandi hressandi lög má fá hér og sjitt hvað verður gaman þegar þessi mynd kemur í bíó. Góða helgi.
1/27/2005 11:53:00 e.h.
miðvikudagur, janúar 26, 2005
!RITSKOÐAÐ!
Dísöss maður. Nú þurfum við að fara í mál!......
MILLIKAFLI ÞESSARAR BLOGGFÆRSLU HEFUR VERIÐ FJARLÆGÐUR TÍMABUNDIÐ. SUMIR URÐU EITTHVAÐ PARANOID YFIR SKRIFUNUM OG ÓSKUÐU EFTIR LAGFÆRINGU. VENJULEGA HLUSTA ÉG EKKI Á SLÍKT ENDA ER DÓMGREIND MÍN YFIRLEITT ÓSKEIKUL Í BLOGGSIÐFERÐISMÁLUM EN ÉG SKAL VERA SVEIGJANLEG Í ÞETTA SKIPTIÐ.
.....veit ekki hvort ég á eftir að njóta þess að búa í húsi sem fengið er í ósátt. Verð alla vega að fara í Betra líf búðina í Kringlunni fyrst og kaupa alls konar Feng Shui drasl og karmabændandi andrúmsloftshreinsara. Svo verður fólki bara boðið í heljarinnar innflutningspartý til að stuðfæra pleisið. Hver ætlar að passa barnið?
1/26/2005 09:55:00 e.h.
þriðjudagur, janúar 25, 2005
Nú má sko alveg hringja í gemsann minn. Ég er búin að setja hvítan front framan á, blá ský í skjámyndina og niðurhlaða hringitón sem er aðal stefið úr leikritinu Pétri og Úlfinum. Ég mun því alltaf vera gjörsamlega afslöppuð við símsvörunina.
1/25/2005 11:48:00 e.h.
mánudagur, janúar 24, 2005
Ég er ekki alveg að meika vinnuna. Man varla eftir mér í lok vinnudagsins vegna þreytu og get ekki gert neitt þegar ég kem heim. Hef ákveðið að bera mig illa í næstu læknisskoðun og fá vottorð um að minnka við mig vinnuna. Ég nenni ekki að eyða síðustu kröftunum mínum í þetta skítadjobb þegar allir aðrir þar eru alltaf í veikindafríi eða að slæpast og maður fær lítið annað í laun en vanþakklæti. Svo hef ég ákveðið að taka heimilissímann úr sambandi þegar Hannes er ekki heima til þess að svara í hann. Þetta eru hvort eð er oftast vitlaus númer eða sölumenn. Og ef einhverjir hringja til að spjalla er ég yfirleitt leiðinleg við þá því ég er annað hvort sofandi eða í baði. Því beini ég þeim tilmælum til þeirra sem hafa þörf eða löngun til þess að hringja í mig á virkum dögum að nota gemsann. Ég ætla að finna mér einhvern róandi hringitón á netinu svo ég verði ekki eins pirruð þegar ég þarf að svara. Who am I kidding. Nú eru allir orðnir hræddir og enginn þorir að hringja. Jæja, það er svo sem ágætt. Lengi lifi tölvupósturinn. Góða nótt.
1/24/2005 08:46:00 e.h.
sunnudagur, janúar 23, 2005

Gaman er að vera til um helgar. Ég ætlaði reyndar að vera dugleg að læra en er bara búin að skrópa í því og hafa það kósí. Fór á útsölu í 12 tónum eftir vinnu á föstudaginn og keypti fullt af diskum með því sem Barry kallaði "old sad bastard music" í High Fidelity. Elliot Smith, Will Oldham, Þórir, tónlistin úr Niceland o.fl. Spilunin hafði svo slakandi áhrif að hvorki ég né fóstrið nenntum að hreyfa okkur mikið úr sófanum. Fórum þó á Hard Rock og horfðum á Idolið. Þar gerði ég skemmtilega uppgötvun þegar ég setti óvart pipar á frönskurnar mínar. Ég ætla að halda þeim sið í framtíðinni. Ljómandi gott. Á laugardagskvöldið kom hún Jóhanna að kveðja okkur en hún er að flytjast af landi brott um hríð. Ég fór og keypti handa henni Eldsmiðjupizzu með pasta og get svo svarið það að Badly Drawn Boy kom inn á meðan ég var að bíða. Í kvöld sigruðum við skötuhjúin svo þær Bryndísi og Maríu í Popppunktskeppni og ákváðum að stofna matarklúbb (Hannes má samt ekki vera með - bara stelpur). Okkur vantar enn nafn. Tillögur kvöldsins voru: Matarklúbburinn Svöngu stelpurnar, Matarklúbburinn Klobbarnir, Matarklúbburinn Morð á dýrum og Matarklúbburinn María og hinir. Svo verður gert logo og heimasíða með uppskriftum og slúðri. Oh ég er orðin svo fullorðiiiiiiin.
1/23/2005 11:28:00 e.h.
fimmtudagur, janúar 20, 2005
Ég vaknaði í morgun við Þjóðverjann sem hljóp út um allt og kallaði scheiße , scheiße! Það var aðeins of gaman hjá þeim í gær svo hann svaf yfir sig og missti af fluginu heim greyið. Hann vaknaði þegar verið var að hleypa um borð í vélina samkvæmt textavarpinu en heimtaði samt að fara með leigubíl og reyna að ná henni. Hann fær ekki flug fyrr en á sunnudag og mun gista á skrifstofunni í fyrirtækinu hans Hannesar í Hafnarfirði. Freistingar næturlífs Reykjavíkur eru of miklar.
Ég er ekki lengur svarti sauðurinn í meðgöngujógahópnum með mín búkhljóð. Í kvöld fór síminn hjá einni að hringja í miðri djúpslökun þegar allir voru hálf sofandi og snarhrukku í kút. Þetta var sú neyðarlegasta truflandi símhringing sem ég hef orðið vitni að. Miklu verra en í bíó. Úff, nútíminn. Ég er orðin fullviss um að aukningin á ofvirkni barna stafi af stressi mæðra á meðgöngu. Mitt verður örugglega alveg snar. Ég er fáránlega stressuð miðað við að vera í svona krappí vinnu sem nýtur engrar virðingar. Stundum langar mig að flytja til Flateyjar á Breiðafirði. En þá man ég eftir öllum kríunum.
1/20/2005 11:51:00 e.h.
miðvikudagur, janúar 19, 2005
Sætur þýskur byggingaverkfræðingur gistir hjá okkur í nótt. Ég sendi Hannes með hann út til að gefa honum að borða því ég nennti ekki að elda. Hann verður líka bara eitt kvöld í Reykjavík og hefur ekki farið neitt. Ég stakk upp á að þeir færu á Vegamót og hann spurði hvernig matur væri þar. Hannes: I don't know, I've never eaten there. But there are lots of blonde girls with big boobies! Þjóðverjinn: Oh we have blonde girls with big boobies in Germany too. Hannes: That's great, then you know what I mean! Yndislegt. En anyway, þá er ég byrjuð í meðgöngujóga. Það er nú meiri steypan maður. Jóga er fínt, en ég á voðalega erfitt með mig þegar það á að fara að herma eftir dýrum, reka rassinn framan í manneskjuna á dýnunni fyrir aftan, gretta sig framan í kennarann og gefa frá sér undarleg hljóð. Mér líður alltaf eins og ég sé í falinni myndavél. Annars gaf ég nú óvart frá mér undarlegt hljóð þegar ég sofnaði í slökuninni um daginn og fór að dreyma. Við vorum bara tvær sem mættum í tímann svo það fór ekkert á milli mála að þetta kom frá mér. En þetta er fínt. Og ég prumpaði alla vega ekki. Jai Bhagwan.
1/19/2005 09:59:00 e.h.
mánudagur, janúar 17, 2005
Eyði eyði eyði. Nú er ég búin að kaupa meðgöngubelti, brjóstapumpu og sauðagæru frá Nýja Sjálandi á E-bay og svo fór ég að fikta í íslenskum uppboðssíðum og "vann" óvart þetta borðstofusett:
Eyði eyði eyði pening. Og ykkur er öllum boðið í mat í nýja húsinu (...sem við erum reyndar ekki enn búin að festa kaup á).
1/17/2005 08:27:00 e.h.
Óléttuhelgar eru harla óspennandi. Eiginmaður minn snæddi andarsteik á Hótel Holti og fór á fyllerí á meðan ég át Dominos (kjúklingakombó er viðbjóður by the way) og glápti á vídeó.
Ljómandi fínar myndir þótt ég hefði fattað sörpræsið í the Village frekar snemma. Envy er líka helvíti skemmtileg þótt hún fái ömurlega dóma. Eiginlega bara næstum því frábær.
Svo var ég bara í því að pakka niður jólaskrauti og hlusta á hina nýju bjargvætti rokksins: XFM. Æ greyin litlu. Þeir hafa bara sett diskasafnið sitt í tölvuna og ýtt á shuffle. Annað hvert lag er með Korn. Ég er sammála því sem Andrea Jóns sagði: það var ekki rokkið sem drap stöðvarnar það var einhæfnin. Ekki á ég eftir að nenna að hlusta á þetta. Svo eru þessir gaurar svo kjánabjánalegir. Það þarf að fá alvöru rokkstelpur í þetta ef þetta á að vera almennilegt. Kannski eins gott að stöðvarnar fóru á hausinn. Var að lesa í meðgöngubókinni minni að þungarokk hafi slæm áhrif á fóstur; valdi þeim vanlíðan og stressi. Hvernig í ósköpunum komust þeir að því? Þeir hafa örugglega gert rannsóknina á poppfóstrum. Ég geng sko með rokkfóstur.
Ég tilkynni einnig að við erum búin að selja húsið á 17,5 millur. Gaurinn sem keypti það ætlar samt ekki að búa í því sjálfur. Ég vil ekki segja meira því hann ætlar örugglega að hafa það svona sörpræs þegar að því kemur. Það tengist góðgerðarmálum.
Jæja, góða nótt.
1/17/2005 01:12:00 f.h.
fimmtudagur, janúar 13, 2005
Ég hef kysst reykingarmenn og ég hef sleikt öskubakka. Að kyssa reykingarmann er ekki eins og að sleikja öskubakka. Að borða tómatsúpu sem hefur brunnið við er hins vegar alveg eins og að sleikja öskubakka. Svo hnerraði ég og missti skálina yfir mig. Blettirnir nást ekki úr. Fleira er ekki í fréttum.
1/13/2005 10:22:00 e.h.
miðvikudagur, janúar 12, 2005
Enn ekkert að gerast. Lenti að vísu í smá ævintýrum í dag þegar ég skilaði af mér þvagprufu en það er á mörkum þess að vera blogghæft. Læt því kyrrt liggja.
1/12/2005 11:44:00 e.h.
þriðjudagur, janúar 11, 2005
Það er bara ekkert spennandi að gerast. Ný önn hafin í skólanum, vinnan komin í gang, bumban stækkar og fólk kemur annan hvern dag að skoða húsið en enginn gerir tilboð. Hvar er allt fulla fólkið sem tuðaði í okkur í öllum partýjum um að plís selja þeim húsið? 8-10 manna pottur í garðinum og brjálað stuð. Komasoh.
1/11/2005 01:18:00 f.h.
sunnudagur, janúar 09, 2005
Er loksins farin að keyra aftur (hætti oft að keyra með nokkurra mánaða eða ára millibili eftir að ég klessi á eitthvað - hætti síðast því ég varð svo paranoid út af öllum "somewhere over the rainbow" auglýsingunum í sjónvarpinu) sem þýðir að ég get farið að heimsækja almennilegar vídeóleigur. Skemmti mér vel yfir þessum um helgina en þó aðallega Club Dread sem var yndisleg. Ekki eins fyndin og Super Troopers (með sömu leikurum eftir sömu gæja en fyndin þó).
Ichi the Killer var einum of. Japanar eru náttúrulega alveg snaróðir. Ofbeldi í bíómyndum gerist ekki öfgafyllra en þetta. Lokaði augunum í verstu atriðunum (þegar verið var að skera tungu af í nærmynd, toga handlegg og kinnar af með handafli, hella sjóðandi olíu yfir mann sem hengdur var upp á fisköngla o.s.frv.) og svo var hún frekar leiðingjörn þess á milli. Mjög smart samt.
1/09/2005 02:21:00 f.h.
fimmtudagur, janúar 06, 2005
Well that's just great. Hormónarnir hafa endanlega gengið berserksgang. Ég fór á almenningsklósett með sterkri lýsingu í dag og sá mér til mikils hryllings að mér hefur vaxið skegg!!! Ekki hef ég nú séð neitt minnst á þetta í óléttubókunum. Þetta er svona einhvers konar hýjungur fyrir neðan eyrun. Skjannahvítt og dúnmjúkt eins og samblanda af fósturhári, líkhári og jólasveinaskeggi (ekki það að ég hafi nokkurn tímann komist í snertingu við þær skeggtegundir). Ég þori ekki að raka það. Ég gæti fengið stærri barta en Hannes.
1/06/2005 01:00:00 f.h.
miðvikudagur, janúar 05, 2005
Nú er ég loksins hætt í jólaundirbúningnum en einhver óléttugeðveiki hefur náð að skjóta rótum í staðinn því ég var á netinu til kl. 6 í gærmorgun að lesa um taubleyjur. Ætla að panta mér nokkrar óbleiktar frá Kína. Við getum ekki boðið umhverfinu og litlum rössum upp á þessi skaðræði sem einnota bleyjur eru bara af því að við nennum ekki lengur að þvo. Það þarf víst að skipta að meðaltali 7000 sinnum á barni fyrstu 2 árin. Helvíti margar bleyjur það.
Just in case you have any lingering doubts about the unquestionable superiority of cloth, here are a few facts to consider.
The average disposable wearing baby will create two tons of bio-hazardous waste that will sit in a landfill for hundreds of years.
Disposable diapers add artificial chemical absorbents such as acrylic acid polymer salts to their all wood pulp padding in order to increase absorbency. These granules turn into gel when they come in contact with moisture. This gel, which is linked to toxic shock syndrome, ends up on your baby.
Cloth-bottomed babies potty train and average of a year earlier than their disposable wearing peers.
$$$$$ The average cost of disposables was estimated recently in Consumer Reports as being between $1500 and $2100!!! Cloth is a small fraction of that, and our top quality diapers and covers will probably last through all of baby's future siblings, and can be passed on to friends and family.
The production of disposable diapers consumes an inordinate amount of resources and energy adding 2.8 billion tons of urine, feces, plastic and paper to landfills annually. Besides filling dwindling landfill space, disposable diapers endanger health and the environment, especially the health of sanitation workers. The potential for disease to spread via ground water has also been cited.
Disposables are the third largest source of solid waste.
Babies in cloth have about a 7% incidence of diaper rash. For babies in disposables the rate is 78%!
It takes a Billion trees every year to produce disposable diapers for the Earths' children.
Cloth Diapers smell better! Disposable diapers get very stinky after a day or two, we think you'll agree, even after a few days in the diaper pail, used cloth diapers and wipes don't really smell that bad at all!
Your baby will spend the first two to three years of life almost constantly in diapers. Do you want to spend the next two or three years wearing wood pulp, plastic and acrylic acid polymer salts. Don't you think cotton would be nicer? We sure do!
Og já, svo ætla ég að panta mér svona handfrjálsan búnað líka.
1/05/2005 01:00:00 f.h.
þriðjudagur, janúar 04, 2005
Þrettándinn nálgast og geðveikinni er að mestu lokið. Hýasinturnar myglaðar, grenið skrælnað og smákökurnar harðnaðar. Tími til að yfirgefa töfralandið og snúa aftur í hversdagsheim bloggsins. Vonandi skemmtuð þið ykkur vel. Við höfðum það mjög fínt. Fórum í eða héldum boð og partý flest alla daga fram til þessa og ég raðaði í mig veislufæðinu með góðri samvisku. Fengum ljómandi fínar gjafir eins og: Popppunktsspilið, Heim farfuglanna, krydd, krem, kerti, borðbúnað, dúk, blikkandi Jesúmynd, heimagerðar sultur, handgert blóm úr sokkabuxum, rauðvínsflöskur, sparikjól, Mugison, prjóna, garn, prjónabók o.f.l. Ég gaf uppáhalds eiginmanninum mínum náttföt, bakklóru og tölvuleik ooooog án þess að vera að monta mig of mikið en samt...þá gaf hann mér hvorki meira né minna en náttkjól, eyrnalokka, spariúr, sparibumbubol, rauðvínsferðatösku og minkaskinnstrefil. Bumburass hafði það einnig fínt að ég held, var kannski smá fúll að missa af öllu fjörinu en hélt þó greinilega nokkur einkapartý þarna inni af látunum að dæma. Heyrðu, ég segi bara gleðilegt nýtt ár og svona. Góðar stundir.
1/04/2005 02:18:00 f.h.
|
|